Leikir v HK!
Hey.
Á laugardaginn keppti eldra árið við HK í þvílíku blíðviðri.
Hérna er allt um þá leiki:
- - - - - Fyrri leikurinn - - - - -
Dags: Laugardagurinn 18.febrúar 2006.
Tími: Kl.16.00 - 16.50.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal
Þróttur 2 - HK 1.
Staðan í hálfleik: - - - - -
Maður leiksins: Danni Ben.
Mörk: Danni Ben (16 mín) - Bjarki B (37 mín).
Vallaraðstæður: Brillíant veður og völlurinn geggjaður.
Dómarar: Egill T og Kiddi, afar nettir.
Liðið (4-3-3): Snæbjörn í markinu - Gunni og Jakob bakverðir - Jónas og Gylfi miðverðir - Tumi vinstri miðja - Ingimar mið miðja - Bjarmi hægri miðja - Gulli vinstri frammi - Danni Ben mið frammi - Bjarki Steinn hægri frammi + Bjarki B.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Við prófuðum að spila 4-3-3 (kannski of mikil tilraunastarfsemi hjá mér í gangi) og gekk það bara sæmilega. Vorum samt ekkert búnir að fara of vel aðalatriðin í þessu kerfi. En mér fannst við samt átt að virka hættulegri fram á við.
Við spiluðum líka aðeins of þröngt. Hefðum mátt losa betur fyrir hvorn annann - þannig að auð svæði myndu losa fyrir næsta leikmann. Einnig vantar að við förum betur upp í skallabolta og vinna svo seinni boltann.
Við áttum mörg fín skot á markið - og skoruðum tvö klassa mörk. Sérstaklega var seinna markið glæsilegt. En við fengum líka fleiri færi sem við hefðum átt að nýta. En það vantaði aðeins betra "touch" í síðustu snertinguna.
Línan var aðeins tæp stundum - og var markið þeirra í ódýrari kantinum. Hefðum mátt þétta aðeins betur þá. Eins vorum við heppnir einu sinni eða tvivar.
En annars ágætis hálfleikur - menn sýndu fína takta og hefði úrslitin heldur átt að vera 4-1 en sættum okkur við sigurinn.
- - - - - Seinni leikurinn - - - - -
Dags: Laugardagurinn 18.febrúar 2006.
Tími: Kl.16.50 - 17.40.
Völlur: Gervigrasvöllurinn í Laugardal
Þróttur 3 - HK 1.
Staðan í hálfleik: - - - - -
Stóð sig skást: Bjarki B.
Mörk: Flóki (34 mín).
Vallaraðstæður: Brillíant veður og völlurinn geggjaður.
Dómarar: Kiddi og Egill B, áfram afar nettir.
Liðið (4-3-3): Anton í markinu - Kristófer og Tumi bakverðir - Jónas og Hreiðar miðverðir - Aron Ellert mið miðja - Atli Freyr hægri miðja - Jónmundur vinstri miðja - Bjarki B hægri frammi - Flóki mið frammi - Ágúst Ben vinstri frammi + nokkrir leikmenn úr fyrri hálfleik.
Almennt um leikinn:
Við fengum á okkur tvö mörk á fyrstu 8 mínútunum og það slökkti eiginlega alveg á okkur! Vörnin var of laus og ekki vel staðsett í þessum mörkum - eins vantaði betri keyrslu tilbaka.
Og í raun vorum við alveg kraftlausir í þessum leik - virkuðum þreyttir og sóttum af allt of litlum krafti fram á við. Það vantaði alla breidd í liðið - þannig að afar erfitt var að finna menn í lappir. Eins var engin frumleiki í sóknarleiknum, engin sem tók af skarið eða gargaði okkur í gang.
Áttum nokkur hálffæri en náðum ekki að nýta þau. Ágætis mark sem við settum en það hafði mátt rífa okkur betur upp.
Kannski er ég bara neikvæður en við hefðum getað gert miklu betur - þið vitið það alveg sjálfir. Þrátt fyrir slæma byrjun þá vorum við samt alveg inn í leiknum - en það vantaði miklu meiri vilja til að klára leikinn og vinna hann.
Þurfum að koma því betur inn hjá okkur.
Gerum betur næst, klárlega.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home