Tuesday, February 21, 2006

Utanlandsferð eldra ársins næsta sumar!

Heyja.

Í gær héldum við smá fund í sambandi við fyrirhugaða
utanlandsferð eldra ársins næsta sumar. Það var góð mæting,
gott gúff með og allt á hreinu!

Hér fyrir neðan eru helstu atriði sem eru klár á þessum tímapunkti:

- - - - -


Æfinga- og skemmtiferð Danmörk 2.- 9. ágúst

http://www.danhostelnord.dk/fjerritslev/page_13.htm

4 flokkur karla 2006, Knattspyrnufélagið Þróttur.

Planið er að fara til Fjerritslev sem er lítið þorp á norður Jótlandi, 50 Km frá Álaborg og 35 km í Farup Sommerland sem er stór skemmtigarður/rennibrautagarður. Þetta þorp hefur sérhæft sig í að bjóða upp á mjög góða aðstöðu fyrir íþróttalið, í fyrra var t.d.Norwich City þarna. Á svæðinu eru ca 12 grasvellir, 2 íþróttahús, sundlaug, borðtennis, fundarherbergi, stutt í 18 holu golfvöll og keilu svo e-h sé nefnt.

27 drengir hafa tilkynnt þátttöku.
Auk þeirra fara 3 þjálfarar: Ingvi, Egill og Egill og 2 fararstjórar: Grétar og Björgvin.

Kostnaðaráætlun:
Kostnaður vegna ferðarinnar er áætlaður kr. 80.000,- á hvern dreng. Hér er um heildarkostnað að ræða. Sundurliðun kostnaðar er skv. eftirfarandi.

Fargjald 24.700 kr.
Gisting + fæði 31.000kr.
Rútur og skemmtiferðir 8.000kr.
Þjálfarar og fararstjórn 11.000kr.
Vasapeningar – 50 DDK pr.dag 3.800kr.
Annað og ófyrirséð 1.500 kr.
Heildarkostnaður 80.000Kr.

Áætlun miðast við gengi DKK 22.feb og 32 þátttakendur.

Greiðslur:
Greiða þarf staðfestingargjald vegna flugfars strax. Til þess að nýta kortatryggingar (forfallatr. o.fl.) er hagkvæmt að greiða fargjaldið með greiðslukortum. Ef óskað er eftir forfallatryggingu greiðast kr. 1.600. til viðbótar. Stafestingargjaldið má hinsvegar greiða með peningum/inneign ef hún er til staðar.

Svona má greiða ferðina en það má líka ganga frá þessu í 2-3 lagi, greiða ferðina í heilu lagi á korti og skipta hinu í tvennt eða þrennt. Láta vita í e-pósti til Áshildar – sem fyrst.

Dags. - Upphæð Kr. - Skýringar

1. Staðfestingargjald 27. feb 8.000,- Greiðslukort eða innborgun
2. greiðsla 2.apríl 20.000,- Innborgun
3. greiðsla 2. maí 20.000,- Innborgun
4. greiðsla 2. júní 16.700,- Greiðslukort
5. greiðsla 2. júlí 15.300,- Innborgun

Samtals: 80.000,-

Gr. 1+4.: Sendið uppl. um kortanúmer/gildistíma greiðslukorts og 3 stafa tölu sem er aftan á korti ásamt nafni drengsins, á ashildur@marel.is. (s. 895-9240), Ef óskað er eftir forfallatryggingu þarf að bæta við kr. 1.600./ eða leggja inn

Gr. 2+3+5 Nota má inneign drengjanna til að greiða. Annars að leggja inn á efirfarandi reikning: 1110- 26-010708, kt: 100962-2769.

Þegar þið sendið upplýsingarnar þá látið þið vita hvernig þið viljið haga greiðslunum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home