Leikur v Fjölni!
Sælir.
Það var mikill baráttusigur á Fjölnismönnum á sunnudaginn.
Klassa 3-2 sigur - allt um hann hér:
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 19.febrúar 2006.
Tími: Kl.11.00 - 12.10.
Völlur: Egilshöllin
Þróttur 3 - Fjölnir 2.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Maður leiksins: Kristófer.
Mörk: Mikael Páll (12 mín) - Daníel I (45 mín) - Daníel Örn (58 mín).
Vallaraðstæður: Fín tilbreyting að kíkja í Egilshöllina.
Dómarar: Ingvi (svaðalegur) og þjálfari Fjölnismanna.
Liðið (4-4-2): Orri í markinu - Elvar Aron og Ágúst Heiðar bakverðir - Sindri og Kristófer miðverðir - Emil Sölvi og Matthías á köntunum - Daníel I, Mikael Páll og Guðmundur Andri á miðjunni - Daníel Örn frammi + Davíð, Ingvar, Anton Sverrir og Gabríel.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Það að vera meira með boltann þarf ekki endilega að þýða að lið vinni leiki - Það sannaðist eiginlega í dag! Fjölnismenn voru meira með knöttinn en þrátt fyrir það náðum við að klára dæmið í lokinn og vinna flottann 3-2 sigur.
Við hleyptum þeim alltof mikið í gegnum miðjuna þrátt fyrir að vera með þriggja manna miðju. Það er alltaf verst að fá menn á miklum hraða á þessum stað á sig. En við héldum út. Orri var traustur í markinu og bjargaði oft vel. Menn voru líka mættir til að aðstoða hvorn annan og það segir mikið.
Við vorum samt óheppnir að setja ekki annað mark í fyrri hálfleik. Vörn Fjölnismanna var oft afar framarlega og hefðum við átt að vera klókari og senda menn betur í gegn.
Við komust í 2-1 og héldum því forskoti í smá stund en þeir náðu svo að jafn rétt í lokinn. Vorum aðeins of framarlega og misstum þá í gegn. En náðum sem betur fer að setja sigurmarkið alveg í blálokinn - fínt mark sem Daníel skoraði eftir góðan samleik Antons og Kristófers.
Afar gott að fara í vetrarfríið með sigri - um að gera að njóta þess. byggjum svo á þessu.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home