Friday, February 03, 2006

Heyja.

Það var einn leikur við Fram í gær - vorum rændir sigrinum þegar
um tvær mínútur voru eftir! en samt fínn leikur:

- - - - -

Dags: Fimmtudagurinn 2.febrúar 2006.
Tími: Kl.20.30 - 22.00.
Völlur: Gervigrasvöllur Fram

Þróttur 1 - Fram 1
Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Menn leiksins: Viktor / Símon.
Mark: Bjarki Steinn (22 mín).

Vallaraðstæður: Leit út fyrir algjört ógeðisveður en svo skall á þessi líka netta blíða og ekta fótboltaveður.
Dómarar: Dómarapar frá Fram - stóð sig vel.

Liðið (4-4-2): Krissi í markinu - Nonni og Arnar Kári bakverðir - Símon og Viktor miðverðir - Kormákur og Arnþór á köntunum - Bjarki Þór og Atli Freyr (c) á miðjunni - Bjarki Steinn og Gulli frammi + Tolli og Jóel.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Þetta var bara hinn skemmtilegasti leikur - við hefðum átt að klára leikinn í fyrri hálfleik en Arnþór og Bjarki Steinn voru óheppnir að "setjann" ekki. En um miðjan hálfleikinn fékk bjarki aftur sendingu inn fyrir og kláraði dæmið snyrtilega.

Við vorum reyndar heppnir í fyrri hálfleik að fá ekki á okkur mark - en krissi var afar öruggur í markinu.

Það sem klikkaði helst í fyrri hálfleik var að menn notuðu of margar snertingar og röktu boltann alltaf beint í frammarana. í staðinn fyrir að leggja boltann aftur á næsta mann sem var með betra sjónarhorn, og gat þá jafnvel sent boltann aftur á viðkomandi. Eins vantaði að þessi seinni aðili talaði og biðji um boltann.

Við hefðum líka getað komið boltanum meira upp hægri vænginn - en Frammararnir náðu of oft að lesa okkur.

Seinni hálfleikur var samt betri - bjuggum okkur til nokkur klassa færi og virkilega svekkjandi að ná ekki að klára alla veganna einu sinni. Frammarar fengu kannski tvö hættuleg færi í seinni en náðu svo að jafn þegar það var óskiljanlega dæmt hendi á okkar leikmenn eftir að honum hafi verið hrint - og þeir kláruðu úr aukaspyrnunni, 2 mín fyrir leikslok.

En eins og ég sagði ágætis leikur - byggjum á þessu. Viktor og Símin á milljón allann leikinn í miðverðinum - krissi líka á tánum í markinu - eins fleiri sem áttu góðan dag.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home