Wednesday!
Sæler.
Lítur allt út fyrir nettann miðvikudag. svaðaleg sól
og svona!
En yngra árið æfir kl.16.30 - 18.00 á gervigrasinu.
verð alla veganna með tvær ferlega ferskar æfingar!
Og eldra árið er kl.18.00 niður í Langó - það er dodgeball
planaður (sjá reglurnar hér fyrir neðan) - þeir sem detta svo
í fermingarfræðslu ná alveg æfingunni - Búnir um kl.19.15.
Sjáumstum,
Ingvi og co.
- - - - -
Reglurnar í dodgeball:
- Það eru 6 leikmenn í hvoru liði!
- 6 rauðir gúmíboltar eru notaðir - settir á miðjunni í byrjun.
- Liðin byrja á sitt hvorum endanum – Og þegar flautað er í byrjun má spretta og reyna að ná bolta og byrja svo að negla!
- Ef það er gripið hjá þér þá ertu úr – OG annar leikmaður úr þínu liði má koma inn á!
- Það má skjóta alls staðar í mann.
- Þegar maður er skotinn þarf maður að fara strax út af.
- Þegar þú ert með boltann þá geturu varist með boltanum.
- Það má skjóta þig þótt þú hafir boltann.
- Bannað er að fara yfir línuna.
- Þegar allir 6 leikmennirnir eru skotnir úr öðru liðinu er leikurinn búinn.
- Muna svo að :Beygja – Beygla – Bogna – Bugast og … beygja. :-)
1 Comments:
hey Ingvi getur líka verið dínu bolti (=8))
Post a Comment
<< Home