Thursday, February 23, 2006

Vetrarfrí!

Sælir strákar.

Við ætlum nú að taka okkur fimm daga pásu.
Það verða sem sé engar æfingar fös-laug-sun-mán-þrið.

Vona að menn slaki bara á og njóti pásunnar.

Það er samt gott að hreyfa sig eitthvað og eru hugmyndir
af því hér neðst.

Við sjáumst svo næsta miðvikudag.
Hafið það sem allra best.

Ingvi - Egill T - Egill B og Kiddi.

- - - - -

Hreyfðu þig smá í fríinu:

- Farðu í sund! - taktu nokkrar skriðsundsferðir.
- Taktu smá skokk! - hringurinn í kringum Laugardalinn er upplagður. Er um 3,5 km að lengd og ætti að taka um 20 mín.
- Farðu út í bolta! - Engin snjór og næstum öll drulla farinn. Efri völlurinn í Langó og búrið í Laugarnesskóla klikka ekki. Bjallið ykkur saman og takið leik.
- Taktu út hjólið! Brunnaðu niður í bæ, eða í Kringluna og fáið ykkur ís að launum.
- Út að halda á lofti. Bæta metið.
- Farðu á skauta! Það styttist í íshokkí hjá flokknum (já verðum að plögga það). Gott að bæta sig aðeins!
- Það er stutt í klifurhúsið. Rétt hjá Ikea - Og frekar ódýrt inn.
- Farið í TBR, hittið á Árna eða Dalla og segist þekkja Ingva - fáið völlinn á slikk. Alltaf gaman í badminton.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home