Saturday, January 28, 2006

Leikur við FH!

Jó.

Það fór ansi illa hjá eldra árinu í dag á móti geysisterku FH liði.
það vantaði ansi marga leikmenn og stórt tap staðreynd. smá um
leikinn hér:

- - - - -

Dags: Laugardagurinn 28.janúar 2006.
Tími: Kl.11.30 - 13.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Þróttur 1 - FH 12
Staðan í hálfleik: 1 - 8.

Stóð sig skást: Bjarki B.
Mark: Bjarki Steinn (14 mín).

Vallaraðstæður: Völlurinn var blautur og góður - en smá rigning og rok.
Dómarar: Ingvi (pirraður), Egill T (seint í kladdann) og Egill B (dæmdi víti).

Liðið (4-4-2): Anton í markinu - Viktor og Jakob bakverðir - Aron og Bjarmi miðverðir - Arnar Már og Símon á kantinum - Bjarki B og Ási á miðjunni - Gulli og Bjarki Steinn frammi + Flóki, Atli Freyr, Tumi og Snæbjörn.

Liðsmynd!

Almennt um leikinn:

Hvað skal segja! Þetta var klárlega ekki okkar dagur. FH-ingar eru klárlega sterkir og nokkrir af okkar leikmönnum voru að keppa á handboltamóti en ég bjóst ekki við svona flengingu!

Byrjuðum leikinn bara ágætlega. Vörðumst vel og Anton virkilega á tánum í markinu. Staðan var svo 1-2 þegar hálfleikurinn var u.þ.b. hálfnaður. Eftir það gekk allt um hjá FH og þeir "sölluðu" inn mörkum. Það vantaði grimmd, tal og dekkningu fyrir framan markið okkar - og áttu um 4 mörk aldrei að verða að veruleika.

Spiluðum okkur oft vel í gegn með góðu þríhyrningaspili - vantaði kannski aðeins vídd vinstra megin - eins að fara meira upp í hornin, en ekki alltaf upp miðjuna (þar sem flestir fh-ingar voru).

Sem sagt lélegustu 14 mín í fyrri hálfleik í heimi! en eftir 1 stk leiðinlega hótun í hálfleik skánuðum við mikið - við börðumst meira og kjöftuðum meira. og áttum okkar spretti.
Atli átti klassa innkomu og stjórnaði vel. það vantar í allt of marga.

Menn verða svo að taka sjálfa sig soldið í gegn og spá hvað þeir hefðu getað gert betur - því við getum mun betur en við sýndum í dag.
Afar mikilvægt að menn peppi hvorn annan upp - slá á bakið á næsta manni og sýni samheldni. Allir í sínar gallabuxur og í sitthvora áttina strax eftir leik er því miður ekki dæmi um það!

en það er bara næsti leikur - um næstu helgi.
Sjáumst upp í egilshöll!

- - - - -

3 Comments:

At 9:50 PM, Anonymous Anonymous said...

En Ingvi hvað með að hafa umfjöllun um ÍA leikinn?

 
At 12:43 AM, Anonymous Anonymous said...

http://www.fotbolti.net/spjall/viewtopic.php?t=1931

 
At 10:25 AM, Anonymous Anonymous said...

Hey. ÍA leikurinn er löngu kominn, hann er hér aðeins fyrir neðan (aftur á móti skulda ég ennþá ÍR leikina). og bannað að pósta nafnlaus! kv, .is

 

Post a Comment

<< Home