Leikur v ÍA!
Jebba.
Í gær kepptum við á móti ÍA upp á skaga - innanhús leikur til
að undirbúa okkur fyrir mótið á sunnudaginn. fengum fullt út úr
þessum 12 leikjum sem við spiluðum þótt að heildar úrslitin hafi
ekki veri nógu spes! En allt um leikina hér:
- - - - -
Dags: Miðvikudagurinn 4.janúar 2006..
Tími: Kl.19.00 - 21.00
Völlur: Íþróttahús Skagamanna
Þróttur - ÍA - 12 leikir:
0-4. 0-1. 0-2. 0-1.
2-4. 0-3. 1-2. 0-0.
1-3. 0-1. 1-0. 0-1.
Töp: 10
Sigrar: 1
Jafnteflli: 1
Mörk: Daníel 2 - Jónas - Ingimar - Bjarmi.
Stóðu sig best: Anton og Jónas
Vallaraðstæður: Þeirra íþróttahús er miklu minna en Laugardalshöllin þannig að við getum afsakað okkur smá með því! en samt fínt hús - leikirnir verða massa hraðir og skemmtilegir.
Dómari: Sér dómari sem ÍA reddaði - tók starfið sitt afar alvarlega og stóð sig bara nokkuð vel. Gaf Árna meir að segja gula fyrir ranga innaskiptingu!
Liðið (2-2): Snæbjörn í markinu - Jónas og Ingimar í vörn - Daníel og Árni Frammi + Bjarki. Anton í markinu - Aron og Diddi í vörn - Bjarki og Bjarmi frammi.
Liðsmynd!
Almennt um leikina:
- Misstum boltann nánast alltaf strax eftir útkast (lítið hlaup og ekkert tal).
- Slakar sendingar og stundum slök varnarvinna.
+ Fín barátta í mönnum.
+ Snilldar markvarsla trekk í trekk.
+ Maður sá mikinn mun í lok leikjanna á hlaupum og tali og menn voru með meira sjálfstraust.
Þetta var samt massa góð æfing - höfðum rosa gott af þessu. Þetta er allt að koma - reynum svo að láta þetta smella á sunnudaginn.
1 Comments:
Hehe "tók starfi sinu alvarlega og gaf árna gult fyrir ranga innáskiptingu?" HAHA.. í innanhus bolta? hehe
Post a Comment
<< Home