Seinni leikirnir við FH!
Jebba.
Þetta var ekki nógu töff æfingaleikjahelgi hjá okkur! hefðum jafnvel
átt að geyma leikina þar sem fjölmargir voru að keppa í handbolta báða
daganna. en menn fengu vonandi eitthvað út úr þessu!
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 29.janúar 2006.
Tími: Kl.11.30 - 12.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 1 - FH 1
Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Maður leikins: Daníel I.
Mark: Úlli (11 mín).
Vallaraðstæður: Þvílíkt rok og þvílík rigning. Ekkert sérlega spes veður til að spila fótbolta!
Dómarar: Egill T / Egill B / Kiddi - sluppu vel.
Liðið (4-3-1): Anton Sverrir í markinu - Ágúst Heiðar og Sindri bakverðir - Úlli og Anton Helgi miðverðir - Mikki - Danni og Ingvar á miðjuni - Daði einn frammi + Dagur og Hákon.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
stutt umfjöllun - skrifað langt eftir leikinn :-(
Spiluðum 9 v 9 í massa roki - áttum fínan leik í heildina en frekar svekkjandi að ná bara jafntefli. hefðum getað sett fleiri mörk í fyrri hálfleik - en það gekk illa að sækja á móti vindi í seinni hálfleik.
En menn tóku vel á því, töluðu ágætlega og voru vel á tánum.
Svo bara betra veður í næsta leik takk!
- - - - -
Dags: Sunnudagurinn 29.janúar 2006.
Tími: Kl.12.30 - 13.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Þróttur 1 - FH 4
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Stóð sig skást: Danni Ben.
Mark: Danni Ben (35 mín).
Vallaraðstæður: Þvílíkt rok og þvílík rigning. Ekkert sérlega spes veður til að spila fótbolta!
Dómarar: Egill T / Egill B / Kiddi / Ingvi. Ingvi fremstur meðal jafningja!
Liðið (4-3-1): Jónas í markinu! - Kristófer og Tolli bakverðir - Danni Ben og Gummi miðverðir - Arnþór Ari - Nonni og Gulli á miðjunni - Árni einn frammi.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
stutt umfjöllun - skrifað langt eftir leikinn :-(
Spiluðum 9 v 9 eins og í fyrri leiknum - náðum því skipulagi ekki alveg. vorum alltaf
að fara upp miðjuna og nýttum kantana nánast ekki neitt. Vorum líka á móti vindi í fyrri hálfleik þannig að þeir sóttu aðeins meira á okkur.
Mörkin voru frekar í ódýrari kantinum - náttúrulega truflaði rokið okkur en það vantaði samt betri þéttleika og tal í vörnina.
Sóttum meira í seinni hálfleik en náðum ekki að klára færin - og fengum samt á okkur 3 mörk!
Spáum ekki meir í þessu - vantaði menn, veðrið eins og það var og bara ekki okkar leikur.
Höfum allt meira pró í næsta leik takk.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home