Næsta æfing!
Sælir strákar.
Á morgun, föstudag, æfum við allir saman aftur.
Sem sé allir kl.14.30-16.00 á (grænu) gervigrasinu.
Náði því miður ekki að plögga eitthvað í staðinn fyrir fimleikana sem ég
vildi að við hefðum getað kíkt í.
En við förum að breyta aðeins til fljótlega.
Annars er komið á hreint að tvö (hugsanlega blönduð) lið
keppa við ÍA á laugardaginn, kl.16.00 og kl.17.00.
Og hugsanlegur leikur á sunnudagsmorgun.
Endilega látið þetta allt berast.
Sjáumst hressir á morgun, föstudag.
Ingvi og co.
6 Comments:
gæti kannski komið svoltið of seint því að ég er buin i skolanum kl:14:00.
david hafthor
massar etta á hálftíma! .is
kemst ekki á æfingu
Hæhæ!!!!!
það var mikið vesen hjá mér!!!!
Þegar ég var búinn úr skólanum kl:12:30 þá fór ég heim og þá var eingin heima og ég var læstur úti.
Þá fór ég í skóla bróðir míns og hann var heldur ekki með lykla útaf systir mín gleymdi lyklunum og hann lánaði henni lyklana hans.
Svo vildi ég ekki trufla mömmu úr vinnuni útaf það var svo mikið að gera hjá henni (ég gæist inn um gluggan og sá það) svo fór ég heim og gáði hvort systir mín var komin og húna var það þá fór ég upp og hún var allan tíman sofandi!!!! og ég kom heim kl: 13:17 og er alveg uppgefinn eftir langan göngutúr fram og til baka.
ég kem alveg á æfingu en verð dálitið þreyttlegur útaf þessu vesseni sem gerðist áðan. Svo fer ég á afmæli kl:16:30 og æfinginn er búinn kl:16 það er mikið vesen þegar ég verð læstur úti!!!!!
Kveðja: Kevin Davíð
Kemst ekki á æfingu er að fara uppí sveit
hehehe.....Kevin Davíð þú þarft ekki að skrifa heila ritgerð um daginn þinn þvíst að þú kemur svo hvort er á æfingu..hahahaha.....
Post a Comment
<< Home