Sunday, January 08, 2006

Íslandsmótið innanhús!

Heyp.

Þar fór um sjóferð þá! Það fór ekki alveg eins og ég (og örugglega þið) var búinn að hugsa
mér í morgun. 3 töp og 1 jafntefli var niðurstaðan og Afturelding vann riðilinn. Mér fannst
við vera búnir að undirbúa okkur vel í vikunni - en náðum ekki að smella saman í morgun.
Allt um kaffið hér:

- - - - -

Dags: Sunnudagurinn 8.janúar 2006.
Tími: Kl.10.00 - 13.00.
Völlur: Laugardalshöllin.

Leikir:
Þróttur - Stjarnan: 0 - 1.
Þróttur - Afturelding: 0 - 3.
Þróttur - BÍ/Bolungarvík: 2 - 2 (bjarki b - jónas (daníel!)).
Þróttur - FH: 1 - 4 (daníel).

Menn mótsins: Jónas / Daníel.

Vallaraðstæður: Laugardalshöllin er snilld en í dag var gólfið kannski ekki nógu spes eftir tónleikana í gær!
Dómarar: Dóri - Jón Braga og Grétar

Liðið (2-2): Anton og Snæbjörn í markinu - Jónas, Ingimar, Diddi og Bjarmi í vörninni - Bjarki, Árni, Danni, Aron og Gulli frammi.

Liðsmynd

Almennt um leikina:

Það munar oft afar litlu í þessum innanhús leikjum - og það getur verið ótrúlega mikilvægt að vera á undan að skora.

- - - - -
Í fyrsta leiknum fengum við á okkur ódýrt mark og þar við sat - áttum alveg jafn mikið í leiknum og Stjarnan.

Í öðrum leiknum á móti Aftureldingu vantaði allan kraft og einnig vantaði aðeins upp á varnarleikinn í 1 á 1. Þeir voru ekkert yfirburðarlið í riðlinum og hefðum við vel getað gert aðeins betur í þessum leik.

Þriðja leikinn áttum við klárlega að vinna, á móti BÍ/Bolungarvík - en menn voru eflaust með sveitaliðsgrýluna bak við eyrað - þannig að við vorum alls ekki á 100. þeir náðu að skora og komast inn í leikinn og við stressuðumst upp og gerðum ekki okkar vinnu.

Síðasti leikurinn var eiginlega besti leikurinn okkar - þrátt fyrir að fá á okkur fjögur mörk. við komust yfir og hefðum átt að halda þeirri forystu aðeins lengur - þá hefðu úrslitin örugglega verið aðeins öðruvísi.
- - - - -

Kannski var kerfið okkar ekki að virka! - vorum kannski með of marga leikmenn - en látum þetta bara duga - förum ekki að telja upp fleiri atriði. Vona bara að menn hafi haft gaman af því að spila og hafi öðlast smá reynslu í innanhúsbolta. Við erum klassa lið, er ánægður með alla leikmenn og við lærum bara af þessu. Ekki spurning.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home