Leikur v BÍ/Bolungarvík!
Blessaðir.
Í gær, laugardag, björguðum við Vestfirðingum með æfingaleik. Þeir
höfðu samband við okkur á föstudag og náðum við að redda tíma á
gervigrasinu. Við boðuðum í leikinn munnlega á fös - og ég veit að þetta
var skammur fyrirvari - en ég var rosalega sár þegar 5 leikmenn létu
ekki sjá sig og höfðu heldur ekki samband. En hérna er samt allt um leikinn:
- - - - -
Dags: Laugardagurinn 7.janúar 2006.
Tími: Kl.13.00 - 14.15
Völlur: Gervigrasið í Laugardal
Þróttur 1 - BÍ/Bolungarvík 6
Staðan í hálfleik: 0 - 2
Mörk: Símon
Maður leiksins: Viktor
Vallaraðstæður: Þó nokkur snjór var á vellinum - og sums staðar hálf. En ekkert rosalega kalt.
Dómari: Ingvi og Egill T rúlluðu essu upp!
Liðið (4-4-1): Kristófer í markinu - Óskar og Jóel í bakverðinum - Viktor og Bjarki Þór í miðverðinum - Atli Freyr og Árni Freyr á miðjunni - Ágúst og Arnar Páll á köntunum - Flóki einn frammi + Reynir - Tryggvi - Arianit - Jónmundur og Símon.
Liðsmynd!
Almennt um leikinn:
Eins og ég sagði var ég afar óhress hve mætingin var léleg - við vorum að redda okkur leikmönnum einni mínutu fyrir kick off - ÞAÐ ER ALGJÖRLEGA ÓÁSÆTTANLEGT Í OKKAR KLÚBBI! En sem betur fer voru einhverjir leikmenn mættir niður á gervigras og björguðu okkur rétt fyrir leik.
Það er skemmst frá því að segja að nánast út allan leikinn vorum við á svona 70% hraða - nema einhverjir örfáir leikmenn. Tal var lítið að vanda og ekki að sjá að menn væru mættir til að taka vel á því og vinna leikinn sem 1 lið! Hélt að menn kæmu ferskir og tilbúnir að sanna sig.
Það vantaði alla vídd og vorum við ekki nógu líklegir í fyrri hálfleik að "setjann".
Það vantaði vilja til að setja næsta mann upp og hjálpa honum svo. afar líflaus leikur!
Ég veit að þetta eru mikið af neikvæðum punktum - og læt bara fylgja með einn jákvæðan: Við vorum með fullt fullt af sterkum leikmönnum í gær sem hefðu átt að vinna þennan leik, klárlega.
Gerist ekki aftur!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home