Ísl mót v Hauka - mán!
Hæ.
Það voru tveir leikir v Hauka í gær á Suðurlandsbrautinni. Unnum seinni leikinn örugglega og allt stefndi í það í fyrri leiknum en á einhvern ótrúlegan hátt hentum við frá okkur sigrinum/jafnteflinu. Allt um það hér:
- - - - -
Þróttur 2 - Haukar 3.
Íslandsmótið
Tími: kl.16:30-17:45.
Völlur: Suðurlandsbraut.
Staðan í hálfleik: 2 - 0.
Gangur leikins: 1-0, 2 - 0, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3.
Maður leiksins: Viðar Ari (klassa 70 mín).
Okkar mörk:
10 mín - Jóel kemur okkur yfir með afar nettu skoti í vinstra hornið.
15 mín - Jóel setur annað mark sem var keimlíkt því fyrra - sama vensla og sama horn.
Þeirra mörk:
42 mín : Einn Haukamaður fær að vera algjörlega einn inni í markteig (þrátt fyrir að við minntumst sérstaklega á það í hálfleik) og skorar með skalla beint eftir hornspyrnu.
60 mín : Brutum klaufalega á okkur rétt um miðjan okkar vallarhelming - Þeir ná góðri spyrnu sem fer rétt yfir Krissa og í markið.
68 mín : Misstum boltann klaufalega rétt hjá okkar vítateig þannig að Haukamaður nær að komast alveg einn að marki - Krissi ver frábærlega en heldur ekki boltanum - Við náum á einhvern fáránlega hátt ekki að hreinsa, þeir ná boltanum og klára dæmið.
Vallaraðstæður: Veðrið var náttúrulega snilld en völlurinn hefur oft verið betri.
Dómari: Þriggja dómara system - Nonni flottur sem og 3.fl strákarnir.
Áhorfendur: Töluverður fjöldi mætti og hvatti okkur áfram.
Liðið:
Krissi í markinu - Tolli og Úlli bakverðir - Nonni og Valli miðverðir - Stebbi og Viddi á köntunum - Anton og Addi á miðjunni - Jóel og Árni Freyr frammi. Varamenn: Dagur Hrafn og Daði.
Krissi: Varði oft afar vel - vantaði samt tal: segja mönnum hvenær hann vill fá boltann og hvenær þeir eiga að hreinsa.
Tolli: Flottur leikur - en mætti vera aðeins nær þeirra sóknarmönnum þegar þeir komu upp með boltann.
Valli: Flottur í miðverðinum - vann fullt af boltum og átti fínan leik.
Nonni: Í heildina afar flottur leikur - gaf ekki tommu eftir eins og vanalega.
Úlli: Fínn leikur - vantaði aðeins upp á móttökuna nokkrum sinnum - og má alveg bruna með í sóknina þegar það á við.
Stebbi: Var temmilegur á kantinum enda fór spilið mest upp hægri kantinn í fyrr - en líklegri frammi í lokin.
Viddi: Var mikið í boltanum og hélt honum vel - kom honum nokkuð vel frá sér - og var alltaf kominn í autt svæði frammi.
Anton S: Er held ég kominn í sína stöðu - afar grimmur og tapaði varla tæklingu - flottar sendingar en einstaka sinnum hefði hann mátt senda boltann fyrr.
Addi: Átti nokkra fína spretti og barðist vel - en vantaði stundum að halda svæði þegar Anton fór framm.
Árni: Afar duglegur - djöflaðist allann leikinn - og var óheppinin að sleppa ekki einn í gegn tvisvar sinnum.
Jóel: Setti tvo snilldar mörk í fyrri - sást lítið eftir það - vantaði að halda boltanum betur og vera meir á tánum.
Dagur: Leysti bakvörðin vel í byrjun - og átti svo nokkuð góðan leik á kantinum - en átti í smá erfiðleikum að komast fram hjá kantmanni Hauka.
Daði: Leysti sitt nokkuð vel - en missti manninn sinn stundum aðeins of langt fram hjá sér - kannski smá bílþreyta í gangi!
Almennt um leikinn:
+ Létum boltann rúlla flott í fyrri (fáar snertingar) og komumst oft upp hægri vænginn. Bæði mörkin okkar komu eftir þannig spil.
+ Þeir fengu nokkur afar góð færi en við náðum að bjarga okkur með snilldar tæklingum og góðri baráttu nokkrum sinnum.
+ Reyndum að jafna alveg fram á síðustu mínútu, fengum nokkur tækifæri en tíminn dugði ekki til :-(
- Oft of langt bil milli varnar og miðju og vorum ekki nógu nálægt þeim í vörninni.
- Vantaði að skipta hraðar á milli kanta.
- Lélegar móttökur á köflum og of margar slakar sendingar á þeirra vallarhelming.
- Dettum einhvern veginn allir niður eftir hálfleik og missum tökin á leiknum - við verðum að halda haus þótt mótherjinn skori mark - megum ekki detta í svekkelsið, fara að brjóta á okkur og pirrast. Það þarf svo sem ekki að segja það en stig (eins svekkjandi og það hefði líka verið) hefði verið þúsund sinnum nettara en að missa þetta niður í tap.
- - - - -
Þróttur 10 - Haukar 1.
Íslandsmótið
Tími: kl.18:00-19:15.
Völlur: Suðurlandsbraut.
Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Gangur leikins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 7-1, 8-1, 9-1, 10-1.
Maður leiksins: Tryggvi (skoraði fimm mörk og hljóp eins og ljónið allan leikinn).
Mörk:
2 mín - Daníel Örn.
5 mín - Tryggvi.
21 mín - Tryggvi.
35 mín - Dagur Hrafn.
42 mín - Sindri Þ.
44 mín - Daníel Örn.
47 mín - Tryggvi.
55 mín - Daníel Örn.
60 mín - Tryggvi.
63 mín - Tryggvi.
Rautt spjald: Daníel Örn fyrir tæklingu aftan í.
Vallaraðstæður: Veðrið var náttúrulega snilld en völlurinn hefur oft verið betri.
Dómari: Sindri tók etta sóló og stóð sig vel.
Áhorfendur: Nokkuð margir mættu og urðu vitni af einum besta leik 4. flokks lengi.
Liðið:
Sindri í markinu - Mikki og Viktor bakverðir - Kristó og Daði miðverðir - Maggi og Sindri á köntunum - Silli og Dagur á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Anton Helgi, Orri, Guðmar, Leó, Sigurður T og Davíð Þór.
Frammistaða:
Sindri: Stóð sig vel í leiknum, varla hægt að skrifa markið á hann, þar sem það var alveg uppvið slá.
Mikki: Stóð sig vel og var fastur fyrir þær mínútur sem hann spilaði.
Viktor: Steig ekki feilspor í bakverðinum, er orðinn mjög góður varnalega.
Kristó: Geðveikur leikur, stjórnaði vörninni eins og keisari og gerði ekki mistök.
Daði: Líkt og Kristó steig hann ekki feilspor og var hrikalega gott að fá hann að taka hálfleik.
Maggi: Setti líklega met að leggja upp mörg færi. Átti óteljandi margar geðveikar sendingar uppí hornin á Tryggva og Danna. Mjög góður leikur.
Sindri: Skoraði brilljant mark og var flottur á kantinum.
Silli: Spilaði vel á miðjunni þar til hann meiddist.
Dagur: Var hrikalega góður og skoraði flott mark, er greinilega líka hörku miðjumaður. Mjög góður hálfleikur.
Danni: Algjör snilldarleikur skapaði sér helling af færum og lagði upp helling. Einu mistökin var tæklingin og þau voru dýr, þ.e.a.s. ef hann sleppur ekki við bann.
Tryggvi: Hér um bil mistakalaus leikur. Var síógnandi og skapaði sér fullt af færum, halda svona áfram.
Anton H: Spilaði lítið og náði aldrei að koma sér í takt við leikinn. Vonum að hann komi sterkur inn eftir meiðslin.
Guðmar: Flottur leikur í miðverðinum, hélt stöðu vel og aðstoðaði Kristó við að stjórna vörninni.
Leó: Góður leikur, er orðinn hörku bakvörður. Leysti allt vel.
Orri: Mjög góður leikur, sérstaklega þegar hann var aftar á vellinum. Var ekki alveg nógu hættulegur frammi.
Dabbi: Fínasti leikur. Verður samt að vera mun ákveðnari í að framkvæma hlutina, því hann hefur algjörlega hæfileikana í það.
Sigurður T: Lagði okkur lið með kröftum sínum, þegar menn fóru að meiðast og stóð sig mjög vel. Mjög góður á miðjunni.
Almennt um leikinn:
+ Frábær leikur, gáfu ekkert eftir, þó staðan væri orðin eins og raun bar vitni.
+ Varnarlega séð fullkominn leikur, menn fóru ekkert að rjúka úr vörninni, þó við værum að rústa leiknum, heldur voru skynsamir og létu miðju- og sóknarmennina sjá um að skora. Þannig á það að vera.
+ Héldum alltaf áfram að spila boltanum, enginn leikmaður datt í eigingirni og fór að reyna að sóla allt sjálfur. Við spiluðum eins og lið allar 70 mínúturnar, snilld!
- Í raun ekkert hægt að setja út á þennan leik, við nýttum færin og vörðumst vel (það var ekkert hægt að gera í markinu þeirra). Er hægt að biðja um eitthvað meira?
- - - - -
1 Comments:
Tryggvi flækjufótur!!! Haha LOL
Post a Comment
<< Home