Friday, June 22, 2007

Æfingamót í Borgarnesi!

Jamm.

Allt á að vera klárt fyrir æfingamótið í Borgarnesi um helgina. Við verðum með tvö 7 manna lið og eru 14-16 strákar eru klárir: Arnþór F - Anton J - Ágúst J - Dagur Hrafn - Eiður Tjörvi - Magnús Helgi - Hrafn Helgi - Leó Garðar - Lárus Hörður - Sindri G - Viðar Ari + Kristófer - Hákon - Mikael Páll og Tryggvi.

Það er mæting kl.8.00 í fyrramálið (laug) og lagt af stað skömmu seinna á einkabílum. Fyrstu leikir byrja kl.10.00. Mótsgjald er 5.000kr (allt innifalið í því) og greiðist við mætingu.

Taka þarf með hefðbundið dót: Svefnpoka - Dýnu - sund föt og handklæði - Fótboltadót (takkaskór, legghlífar, sokkar, stuttbuxur, upphitunargalla, svörtu keppnistreyjuna - við komum svo með rauðu keppnistreyjurnar) og loks einhver föt til skiptanna. Einnig er sniðugt að taka með einhver blöð, spil og svoleiðs!

Allir eiga að vera búnir að fá dagskrá - þetta verður glás af leikjum og svo stemmari inn á milli - en mótið klárast um kl.14.00 á sunnudaginn og verðum við komnir í bæinn um kl.15.00.

Heyrið endilega í okkur ef það er eitthvað.
Þetta verður bara stuð.

kveðja,
Kiddi (661-4774), Nonni (696-0886) og Ingvi (869-8228),

0 Comments:

Post a Comment

<< Home