Wednesday, June 27, 2007

Ísl mót v ÍR - þrið!

Heyja.

Það var einn leikur v ÍR upp í Breiðholti í gær. Þokkalegt framan af hjá okkur en svo hrundu allt í lok seinni hálfleikar. Allt um leikinn hér:

- - - - - -

Þróttur 1 - ÍR 8.
Íslandsmótið

Dags: Þriðjudagurinn 26.júní.
Tími:
kl.17:00-18:15.
Völlur:
ÍR gervigras.

Staðan í hálfleik:
1 - 2.
Gangur leikins: 0-1, 0-2, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7, 1-8.


Maður leiksins: Viktor Berg (stoppaði ekki í eina mínútu).

Mörk:

20 mín - Viktor með klassa skot frá vítateig.

Vallaraðstæður: Veðrið var snilld en svona lala að spila á gervigrasi, þótt það hafi verið gott.
Dómari: Flottur aðaldómarinn en nettar "pulsur" á línunni!
Áhorfendur: Góður slatti joinaði okkur á bekkinn!

Liðið:

Stefán Karl í markinu - Leó og Sigurður T bakverðir - Danni og Orri miðverðir - Arnþór aftari miðja - Dabbi og Matti á köntunum - Maggi og Viktor á miðjunni - Guðmar einn frammi. Varamenn: Hákon - Krummi og Lalli.

Frammistaða:

Stebbi: Gerði margt vel og gat lítið gert í mörkunum - hefði samt mátt gera betur í útspörkum og spyrnum frá markinu.
Leó: Nokkuð góður leikur - þarf samt að vera nær manninum sínum á miðjunni - ekki hleypa honum fram fyrir sig.
Sigurður: Góður leikur og fín keyrsla - hefði mátt koma meir með í sóknina eins og í einni afar góðri sókn í lok fyrri hálfleikjar.
Danni: Nokkuð nettur í miðverðinum - vann marga bolta og djöflaðist vel - óheppinn að setja hann ekki í lokinn frammi.
Orri: Snilldar barátta - hefði samt mátt stjórna vörninni með Danna oftar á köflum - og garga á menn að klára manninn sinn betur.
Arnþór: Gerði margt gott - en hefði mátt skýla boltanum betur og svo vantaði stundum kraft í sumar sendingar.
Dabbi: Hefði viljað sjá meira frá honum - gerði samt allt rétt - vantaði bara meiri kraft.
Matti: Vann frekar vel - vantaði kannski aðeins meiri power í sendingarnar.
Maggi: Góð yfirferð á miðjunni - fínar sendingar - þarf kannski að passa að rekja ekki boltann inn í þvögu, dreifa honum aðeins fyrr út á kantana.
Viktor: Topp leikur - duglegur og alltaf á milljón. Snilldar mark.
Guðmar: Hljóp sig oft einan í gegn en án árangurs - átti klárlega að setja alla veganna 2 mörk í dag.

Hákon: Vantaði að líta betur upp áður en hann fær boltann - koma honum aðeins betur frá sér. En barðist samt vel.
Hrafn: Fín innkoma - djöflaðist vel á kantinum.
Lárus Hörður: Tók vel á því en vantaði stundum að elta manninn sinn betur inn - og laga aðeins sendingar.

Almennt um leikinn:

+ Lokuðum á fullt af sóknum og komum boltanum vel frá hættusvæði.
+ Sendum Guðmar og Danna oft í gegn eina á móti markmanni/1 varnarmanni.
+ Flott spil á köflum - út á kantana - stungur ofl.

- Klúðruðum allt of mörgum góðum færum einn á móti markmanni.
- Áttum afar slakar sendingar á köflum.
- Kláruðum mennina okkar afar illa, þeir fengu að hlaupa í gegn alveg einir og í raun leika sér að okkur.
- Ýttum afar illa út sem gerði það að verkum að ír-ingar komust alltaf á góðum hraða í sókn og höfðu mikið pláss til að gera það sem þeim sýndist.

Í einni setningu: Hefði aldrei tippað á svona stórt tap þegar staðan var 2-1 og við að fá fullt af færum. Of stór hluti liðsins hætti og leyfði ír-ingum að labba í gegn og skora of mörg ódýr mörk. Verðum að mæta miklu sterkari til leiks þegar við eigum þáí seinni umferðinni.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home