Wednesday, June 27, 2007

Ísl mót v Breiðablik2 - fim!

Ok sör.

Það voru tveir leikir í Íslandsmótinu í gær og það við Blikamenn. Áttum ekki í vandræðum með þá - langþráður sigur í A liðum og annar afar öruggur sigur í B liðum. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 2 - Breiðablik2 0.
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 28.júní.
Tími:
kl.17.00 - 18.15.
Völlur:
Smárahvammsvöllur.

Staðan í hálfleik:
1 - 0.

Maður leiksins: Addi (var hrikalega solid í vörninni með Nonna og héldu þeirra hættulegasta manni í skefjum).

Okkar mörk:

25 mín - Jóel hélt áfram að skora og kom okkur yfir með flottu marki (langaði greinilega í bíóferð).
53 mín - Anton Sverrir smellti seinna markinu beint úr aukaspyrnu takk fyrir. Þetta skot minnti hrikalega mikið á skotin hans Egils í skotkeppninni úti á Spáni (æfingin í gær tekur það á sig :-)

ATH:

- Breiðabliksmenn fengu víti sem Krissi varði snilldarlega - Addi og Nonni samlokuðu gaurinn, sem brást frekar illa við og var með leiðindi. Ef það var rétt skilið hjá mér þá héldum við ró okkar og vorum ekkert að taka þátt í bullinu. Hárrétt ákvörðun.

Vallaraðstæður: Geðveikt veður og völlurinn ótrúlega sléttur og fínn.
Dómari: Haldiði að Nonni hafi ekki bara fórnað sér þegar breiðabliksdómarinn klikkaði. Og tveir hressir pabbar skelltu sér á línuna - Þeir tóku reyndar margar skemmtilegar ákvarðanir, sumar réttar en flestar rangar.
Áhorfendur:
Fullt af fólki kom sér fyrir á foreldralínunni hinum megin og naut leiksins.

Liðið:

Krissi í markinu - Valli og Úlli bakverðir - Nonni og Addi miðverðir - Tolli og Viddi á köntunum - Anton og Arnþór á miðjunni - Jóel og Árni Freyr frammi. Varamenn: Dagur Hrafn, Stebbi, Tryggvi og Kristófer.

Frammistaða:

Krissi: Clean Sheet baby - Ekkert hægt að setja útá hans leik, varði víti, markspyrnur ekkert vesen og lúkkaði í allar 70 min.
Valli: Mjög góður leikur - Skilaði boltanum vel frá sér og Gudjohnsen'inn á kantinu átti ekki breik!
Úlli: Var mjög góður, en lennti þó nokkrum sinnum í því að vera of lengi á boltanum og kom sér þar af leiðandi æi vandræði, bætir það bókað i næsta leik.
Addi: Perfect leikur - Stóð vörnina með miklum ágætum (ágætt er betra en mjög gott
) og lenti ekki neinum vandræðum að undanskildu vítinu.
Nonni: Perfect leikur - Stóð vörnina líkt og Addi með ágætum og saman pökkuðu þeir framherjanum þeirra saman.
Viddi: Var alltaf hættulegur og skapaði sér nokkur færi, eitt skiptið hefði hann þó mátt skjóta í stað þess að senda.
Tolli: Var duglegur allan leikinn og sendingin á Jóel í markinu var guðdómleg.
Arnsi!: Í góðu formi beint frá Köben - Var greinilega ekki búinn að gleyma neinu, því hann steig vart feilspor. Á tímapunkti í leiknum voru Breiðabliksmenn þó sterkari á miðjunni, en þá voru þeir félagar (Arnsi og Hunky Tony) of flatir og voru oft á tíðum báðir of framarlega, þeir leistu það samt nokkrum minutum seinna og unnu miðjuna.

Anton: Svar Íslands við Deco - Spilaði vel og skilaði varnarhlutvekinu vel þegar Arnsi var framarlega og skilaði sóknarhlutverkinu einnig hrikalega vel frá sér og átti margar gullfallegar sendingar. No comment á markið.
Árni: Vantaði eitthvað uppá, skapaði sér lítið í fyrri hálfleik, en kom ögn sterkari í seinni. Kemur tvíefldur eftir meiðslin.
Jóel: Enn á skotskónum - Flott mark, en datt aðeins niður eftir það. En er að stimpla sig vel inn núna á síðustu vikum - Haltu þessu áfram Joey.

Dagur: Kom mjög hress og sprækur inn og gaf okkur aukinn kraft. Átti reyndar að slútta einu færi, en var mjög góður.
Stebbi: Fínn leikur. Var þó ekki mikið í boltanum.

Tryggvi: Líkt og Dagur kom með ferskleika inn. Hefði samt átt að skora á frekar hæga vörn Breiðabliks.

Kristó: Skilaði sínu hlutverki mjög vel. Lenti ekki í neinum vandræðum.

Almennt um leikinn:

+ Spiluðum boltanum mjög vel á milli okkar og sköpuðum oft mjög góð færi, sem hefði þó máttt nýta betur.
+ Gáfum varla færi á okkur og létum Krissa hafa náðugan dag.
+ Það þægilegast við þennan leik hvað við vorum rólegir allan tímann. Þó að við værum bara einu marki yfir, var ég aldrei stressaður á að við myndum missa þetta niður, því við vorum svo duglegir í vörninni og unnum vel fyrir hvorn annan.

+ Héldum ró okkar þegar þegar Blikinn ætlaði að vaða í Adda.

- Eina neikvæð úr leiknum er nýtnin okkar, hefðum alveg átt að geta sett 4-6 mörk á þá!

Í einni setningu: Þokkalega langþráður sigur - mikilvæg þrjú stig sem koma okkur vonandi inn á sigurbrautina.

- - - - -

Þróttur 10 - Breiðablik2 0.
Íslandsmótið

Dags: Fimmtudagurinn 28.júní 2007.
Tími:
kl.18.20 - 19.30.
Völlur: Smárahvammsvöllur.

Staðan í hálfleik:
3 - 0.

Maður leiksins: Danni Örn (gríðarlega "aggressífur" a la rooney í man.utd og hjörtur í kþ).

Okkar mörk:

4 mín - Danni setti fyrsta markið.

27 mín - Tryggvi setti nr.2.
30 mín - Maggi komst á blað með þriðja markinu.
40 mín - Silli með þokkalegt mark.
43 mín - Maggi kláraði örugglega með fínu skoti.
46 mín - Danni Örn með sitt annað og var ekki hættur.
50 mín - Danni Örn fylgdi vel á eftir.
55 mín - Danni Örn með mark nánast frá hliðarlínu.
58 mín - Dabbi náði frákasti og kláraði örugglega.
65 mín - Stebbi komst loksins á blað eftir böns af færum.

Vallaraðstæður: Eins og áðan; völlurinn klikkaður og veðrið enn betra.
Dómari: Afar traustur gaur í réttum galla og allt.
Áhorfendur:
Nokkrir létu sjá sig og tönuðu í leiðinni :-)

Liðið:

Sindri í marki - Viktor og Sindri bakverðir - Daði og Kristó miðverðir - Maggi og Dabbi á köntunum - Stebbi og Sigurður á miðjunni - Danni og Tryggvi frammi. Varamenn: Orri, Guðmar og Silli.

Frammistaða:

Sindri: Clean sheet! - Greyið fékk lítið að gera, en allt sem hann gerði var vel framkvæmt. Flottur!
Viktor: Hrikalega góður leikur, vex og dafnar með hverjum leik.

Sindri:
Flottur bæði í bakverðinum og á kantinum,
Kristó: Spilar ávallt eins og kóngur í miðverðinu og í dag var enginn breyting þar á.

Daði:
Flottur leikur. Orðinn frábær miðvörður líkt og í bakverðinum.
Maggi:
Geðveikur leikur. Hans besti leikur hingað til, gerði hrikalega sterkt kall til Manns leiksins. Orðinn hörkukantmaður.
Dabbi:
Kom með það sem hafði vantað hjá honum í undanförnum leikjum, kjark. Í dag hafði hann trú á því sem hann var að gera og við það spilaði hann mun betur en hann er búinn að vera að gera undanfarið. Meira svona.

Sigurður: Spilaði bilað vel sem djúpur miðjumaður og brúaði bilið milli varnar og miðju mjög vel. Stoppaði hér um bil allar sóknir Blikanna.
Stebbi: Skapaði sér helling af færum, en var óheppinn með nýtnina. Skoraði samt eitt mark undir lokinn og gat farið sáttur heim. Fínn leikur.

Danni:
Var allt í öllu í sóknarboltanum okkar í seinni hálfleik. Var útum allt og gaf sig 110% í leikinn, ef allir gæfu sig svona í leikina, þá myndum við ekki tapa leik.

Tryggvi: Var stórhættulegur þær mínutur sem hann spilaði. Flottur leikur.

Orri: Góður leikur. Er hörku varnarmaður í þessum markmanni.
Silli: Glæsilegur leikur á miðjunni. Var duglegur og var útum allt.
Guðmar: Góður leikur. Hefur tekið miklum framförum og er hörkuvarnarmaður.


Almennt um leikinn:

+ Sköpuðum endalaust af færum og nýttum þau hrikalega vel.
+ Gáfum aldrei eftir, þó við værum komnir mikið yfir.
+ Engin eigingirni tók leikmenn, spiluðum flottan fótbolta í 70 min.
+ Hugfarið á mönnum til fyrirmyndar - Allir að taka svo vel á því og voruð Þrótti til sóma.

- Finn ekki einn slakan punkt á leik okkar. Við spiluðum góðan fótbolta, duttum aldrei í rugl, unnum fyrir hvern annan, sköpuðum helling af færum og nýttum helling af færum. Perfect leikur!

Í einni setningu: Annar leikurinn í röð þar sem við hreinlega slátruð andstæðingnum og uppskárum flottan og öruggan sigur.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home