Thursday, May 17, 2007

Leikir v Fram - Fim!

Já.

Það voru tveir leikir v Fram í gær á gervigrasinu okkar. Síðustu leikir A og B liðsins í Rvk mótinu - Sigur og tap! Með meiri krafti og trú þá hefðum við líka unnið fyrri leikinn. En allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 1 - Fram 3.
Rvk mótið

Dags: Fimmtudagurinn 17.maí 2007.
Tími: kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 1 - 2, 1 - 3.

Maður leiksins: Diddi og Arnþór (djöfluðumst hvað mest í dag).

Mörk:

18 mín - Viðar Ari kom okkur yfir með flottu skot utan af velli.

Vallaraðstæður: Völlurinn allt í lagi en veðrið frekar kalt og leiðinlegt.
Dómari:
Egill T loksins kominn aftur og Andrés í mfl í sínum fyrsta leik. Nokkuð sprækt par!
Áhorfendur: Fínn hópur lét sjá sig.

Liðið:

Krissi í markinu - Nonni aftastur - Gummi og Tolli stopperar - Daði og Viddi bakverðir - Tryggvi og Stebbi á köntunum - Arnþór og Diddi á miðjunni - Anton Sverrir einn frammi. Varamenn: Kommi, Kristó og Árni Freyr.

Frammistaða

- Tek "etta" á mig!

Almennt um leikinn:

+ Vel á tánum í vörninni - alveg í bakinu á þeim.
+ Bjuggum okkur til fín færi sem hefðu mátt nýta betur.

+
Vorum meira með boltann, en vantaði að klára færin með skotum.

-
Menn fóru út úr stöðum, í bæði mörkum 2 og 3.
- Vantaði að skjóta fyrr.

Í einni setningu: Þar með lauk Rvk mótinu að þessu sinni - Var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur - við gáfum þeim ekki breik - lokuðum algjörlega á þeirra sterkustu menn og vorum meira með boltann og ívið hættulegri og líklegri að skora. En tvö mörk Frammara í seinni slökkti alveg á okkur. Einbeitingarleysi og líka smá klúður hjá mér hjálpaði ekki til. En vinnum bara í því sem við þurfum að bæta og mætum ready í Ísl.mótið eftir hálfan mánuð.

- - - - -

Þróttur 1 - Fram 0.
Rvk mótið

Dags: Fimmtudagurinn 17.maí 2007.
Tími: kl.14.20 - 15.30.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 0.

Maður leiksins: Sindri G (clean sheet í dag).

Mörk:

20 mín - Ólafur Frímann setti eina mark leiksins.

Vallaraðstæður: Síðasti leikurinn á gervigrasinu í bili - ég veit að margir gráta það! Veðrið skítsæmilegt!
Dómari:
Kiddi og Rúnar K rúlluðu essu upp.
Áhorfendur: Nokkuð vel mætt að vanda.

Liðið:

Sindri í markinu - Mikki og Viktor bakverðir - Silli og Valli miðverðir - Jóel og Maggi á köntunum - Dagur og Ólafur Frímann á miðjunni - Daníel Örn og Seamus frammi. Varamenn: Gummi S, Hilmar, Davíð Þór, Sindri Þ, Orri og Guðmar.

Frammistaða:

- Tek "etta" á mig!

Almennt um leikinn:

+
Lágum í sókn í fyrri - merkilegt að við náðum ekki að klára betur.
+
Vorum með stóran hóp og margir sem spreyttu sig - sem er bara gott mál.

-
Nýttum færin okkur svaðalega illa - algjörir aular að vera ekki 3-0 yfir í hálfleik.
- Duttum í kæruleysið í lok seinni hálfleiks - menn fóru að horfa á leikinn og klikkuðu á að klára sína menn.

Í einni setningu: Já, sigur hafðist. Eins og átti að hafast í síðast leik á móti Fjölni! En ég frétti að við hefðum verið heppnir og tæpir á köflum. En spáum ekki í því. Enduðum á þremur stigum. Og eins og ég sagði hér fyrir ofan, þá spáum við í hlutunum sem við þurfum að bæta, og þið takið ykkur sjálfa soldið í gegn, því við getum gert mun betur. Ok sör.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home