Leikur v Fjölni 2 - mán!
Jó.
Það var einn leikur upp í Egilshöll í gær. Keppt var við Fjölni 2 og niðurstaðan þriðja jafnteflið í röð! Það vantaði eitthvað upp á hjá okkur þótt við spiluðum ansi vel á köflum, en allt um það hérna:
- - - - -
Þróttur 1 - Fjölni2 1.
Rvk mótið
Dags: Mánudagurinn 13.maí 2007.
Tími: kl.17.30 - 18.40.
Völlur: Egilshöllin.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1.
Maður leiksins: Nonni (stjórnaði essu aftast).
Mörk:
13 mín - Anton Sverrir kom okkur yfir - kláraði dæmið eftir fínan undirbúning hjá Vidda.
Vallaraðstæður: Nett að spila í Egilshöllinni, en reyndar var gott veður úti.
Dómari: Ungur gaur sem tók etta sóló - slapp.
Áhorfendur: Nokkrir létu sjá sig sem var traust.
Liðið:
Krissi í markinu - Nonni aftastur - Gummi og Tolli fyrir framan hann - Viddi og Stebbi á köntunum - Diddi, Arnþór og Anton Sverrir á miðjunni - Tryggvi og Árni Freyr frammi. Varamenn: Kormákur, Daði Þór, Kristófer, Ólafur Frímann og Daníel Örn. Camera man: Orri. Vatnið: Addi.
Frammistaða:
- Tek "etta" á mig!
Almennt um leikinn:+ Létum boltann ganga nokkuð vel á milli okkar - héldum honum frekar vel og notuðum fáar snertingar.
+ Vorum loksins með fullan hóp - margir sem spreyttu sig sem var bara nett.
+ Vorum miklu fljótari en þeir í vörnni.
+ Vorum duglegir að gefa vídd (viddi og anton sverrir) og kom alltaf eitthvað út úr því.
- Markið þeirra gjöf.
- Hefðúm getað labbað í gegnum þá frammi en menn voru of ragir.
- Vantaði að ýta aðeins betur út.
- Fórum í 3-5-2 sem var kannski vitlaus ákvörðun hjá mér!
Í einni setningu: Lendum einhvern veginn alltaf í vandræðum með Fjölni2. Þeir voru vissulega nokkuð sprækir, með sérstaklega sterkan markvörð sem hirti allt sem á markið kom - en samt fannst mér eins og að við hefðum, með smá karakter, klárað dæmið - en neitum samt ekki stiginu - klárum svo bara Fram í síðasta leiknum.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home