Thursday, May 31, 2007

Helgarfrí!

Jess.

Það duttu nokkrir í langt helgarfrí í gær, en þeir sem mættu tóku vel á því á æfingu og um 15 strákar kepptu við KR í fyrsta grasleik sumarsins. Vorum flottir framan af en enduðum illa (fermingaræfing og svalahopp taka það smá á sig) en reynum að setja umfjöllun um þessa 3 fyrstu leiki fyrir helgarlok.

En það er sem sé gott helgarfrí, og það sama gildir nánast um allar aðrar helgar í sumar!
Við munum koma með að taka vel á því mán-þrið-mið-fim-fös (kannski ekki alveg alla daga) í sumar og slaka svo vel á um helgar með fammó og kæró (þaggi).

Þannig að, hafið það gott um helgina. Góða skemmtun og gangi ykkur vel í fermingunum. Við sjáumst svo hressir á æfingum á mánudaginn, vonandi á grasi :-) Þá kemur líka smá sumarpakki með ýmsum upplýsingum. Og munið að reyna að selja nokkra wc pakka og láta mig vita fjöldann á mánudaginn.

Heyrumst,
Ingvi og co.

3 Comments:

At 4:17 PM, Anonymous Anonymous said...

hversu miklar líkur eru á því að æfingin verður á grasi?

 
At 4:21 PM, Anonymous Anonymous said...

og hvenar uppfæriru markahæstu menn???

 
At 5:57 PM, Anonymous Anonymous said...

Eiður skoraði ekki á móti KR , það var sjálfsmark. Það var horn sem kom ini og einhver kringur fékk hann í sig og í netið

 

Post a Comment

<< Home