Leikir v Stjörnuna - mið!
Ó já.
3 æfingaleikir v Stjörnuna í dag. 0 stig takk fyrir. Ætlum ekki að láta það skemma daginn fyrir okkur en mér finnst við samt þurfa að kafa ofan í það!! Fannst við geta fengið alla veganna 1-3 stig í dag! En allt (og ekki eins ítarlega og vanalega) um leikina:
- - - - -
Þróttur 0 - Stjarnan 1.
Æfingaleikur.
Dags: Miðvikudagurinn 22.maí 2007.
Tími: kl.15.00 - 16.00.
Völlur: Stjörnugervigras.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Maður leiksins: Daði Þór (var með mjög jafna og góða frammistöðu).
Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt nettur - frekar hlýtt.
Dómari: Dómaratríó - misgóðir!
Áhorfendur: Sýndist ég sjá nokkra hinum megin í stúkunni.
Liðið: Kristó í markinu - Daði og Dagur bakverðir - Nonni og Tolli miðverðir - Viddi (hægri), Diddi (mið) og Arnþór (vinstri) á miðjunni - Tryggvi (hægri), Árni F (mið) og Anton Sverrir (vinstri) frammi. Varamenn: Guðmundur Andri, Kommi og Stefán Tómas.
Frammistaða: Hún var nokkuð góð hjá flestum í liðinu - Flestir að taka nokkuð vel á því og sýndu flotta takta - en sumir náðu ekki alveg að komast í fluggírinn!
Almennt um leikinn:Byrjuðum ekki alveg nógu vel, enda illa hitaðir upp og nýmættir á svæðið - fengum kúkamark á okkur eiginlega alveg í byrjun - en áttum svo meiri hlutann í leiknum eftir það. Samt heppnir á köflum, dekkuðum illa inn í teig og þeir klúðruðu nokkrum upplögðum færum. Gerðum lítið fram á við þrátt fyrir að vera með 3 menn þar! Vona bara að menn hafi fengið góða hreyfingu út úr essu.
Í einni setningu: Ekki mikið fyrir augað - Áttum samt fullt í leiknum - Fer í leikjabankann!
- - - - -
Þróttur 1 - Stjarnan 3.
Æfingaleikur.
Dags: Miðvikudagurinn 22.maí 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.00.
Völlur: Stjörnugervigras.
Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins: 0 - 1, 0 - 2, 1 - 2, 1 - 3.
Maður leiksins: Arnar Kári (snilldar comeback).
Mörk: Daníel Örn.
Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt nettur - frekar hlýtt.
Dómari: Dómaratríó - misgóðir!
Áhorfendur: Sýndist ég sjá nokkra hinum megin í stúkunni.
Liðið: Sindri í markinu - Addi djúpur - Valli og Silli stopperar - Seamus og Maggi á köntunum - Kristó, Sindri og Mikki á miðjunni - Danni Ö og Jóel frammi. Varamenn: Krissi, Viktor og Orri. Vantaði: Úlla og Reyni.
Frammistaða: Margir áttu alveg þrusu dag og keyrðu sig alveg út. En nokkrum vantaði að setja sig í fimmta gír og taka betur á andstæðingunum. Sumir hefðu líkað átt taka meiri ábyrgð - og koma með mark fyrir liðið.
Almennt um leikinn: Við náðum ekki að vinna nógu vel fyrir hvorn annan - við héldum boltanum of lengi á köflum - í staðinn fyrir að leggja hann á næsta lausa mann eða setja félagann í færi. Held að Stjörnumenn hafi fengið eitt færi í fyrri hálfleik - en þeir komust aðeins meira inn í leikinn í seinni. Vorum vissulega óheppnir á köflum en áttum klárlega að nýta færin okkar betur.
Í einni setningu: Munaði hársbreidd að við náðum að jafna og enda leikinn með stig - en kláruðum leikinn frekar illa og Stjörnumenn nýttu sér það.
- - - - -
Þróttur 2 - Stjarnan 3.
Æfingaleikur.
Dags: Miðvikudagurinn 22.maí 2007.
Tími: kl.17.00 - 18.00.
Völlur: Stjörnugervigras.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1 - 0, 1 - 1, 2 - 1, 2 - 2, 2 - 3.
Maður leiksins: Viktor Berg / Ólafur Frímann.
Mörk: Ólafur Frímann - Eiður Tjörvi.
Vallaraðstæður: Völlurinn þvílíkt nettur - frekar hlýtt.
Dómari: Kiddi á útivelli! Rúllaði essu upp.
Áhorfendur: Sýndist ég sjá nokkra hinum megin í stúkunni.
Liðið: Orri í markinu - Hákon og Bjartur bakverðir - Sigurður T og Hilmar miðverðir - Gummi S og Guðmar á kantinum - Ólafur Frímann og Viktor á miðjunni - Arnþór F og Eiður Tjörvi frammi. Varamenn: Ágúst J, Þorgeir, Kevin Davíð og Egill. Vantaði: Matta, Styrmi og Lárus.
Frammistaða: Flestir voru að gefa sig alla í leikinn - þeir sem komu inn á mættu tilbúnir til leiks - Óli og Eiður með snilldar mörk - Orri sprækur í markinu en óheppinn með háa boltann í seinni.
Almennt um leikinn: Soldið kaflaskiptur leikur - Vorum frekar massífir í þessum leik - Við komumst oft innfyrir vörn Stjörnunnar - við lokuðum vel á þá í vörninni - en svo er alltaf eins og við gefum andstæðingnum 1-2 mörk á silfurfati og það varð líka raunin í dag. Það var 1-1 í hálfleik og bæði lið sóttu. Með smá heppni hefðum við getað landað jafntefli en svo varð því miður ekki.
Í einni setningu: Þriðja klaufalega tapið í dag - komust yfir tvisvar sinnum í leiknum en það dugði ekki - samt skemmtilegur leikur og vona ég að menn notið þess að keppa og hafi skemmt sér líka.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home