Thursday, May 17, 2007

Leikur v KR2 - fös!

Jebba.

Þar með er Rvk mótinu lokið að sinni! Við kláruðum mótið með klassa sigri, og þeim fyrsta hjá C liðinu. Loksins small allt upp hjá okkur. Allt um það hér:

- - - - -

Þróttur 4 - KR2 2.
Rvk mótið

Dags: Föstudagurinn 18.maí 2007.
Tími: kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Gangur leiksins:
1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 4-1, 4-2.

Maður leiksins: Reynir (loksins kominn í gang).

Mörk:

16 mín - Reynir.
18 mín - Reynir.
25 mín - Reynir.
30 mín - Reynir.

Vallaraðstæður: Völlurinn eins og vanalega; góður.
Dómari:
Kiddi var rosalegur. Var með rangstæðuna á hreinu og lét ekki pirraða KR pabba trufla sig.
Áhorfendur: Þó nokkuð af KR-ingum en sá fáa Þróttara!

Liðið:

Orri í markinu - Hákon og Lallli bakverðir - Guðbjartur og Sigurður T miðverðir - Gummi S og Matthías á köntunum - Guðmar og Davíð Þór á miðjunni - Eiður T og Reynir frammi. Varamenn: Stefán Karl, Arnþór F, Kevin Davíð og Egill F. Vantaði: Eyjólf Emil, Birgi Örn, Ágúst J, Styrmi og Hilmar.


Frammistaða:


Orri: Ekki feilspor í markinu - soldið of ákafur á miðjunni í seinn - en fín vinnsla.
Hákon: Flottur leikur - gerði allt rétt.
Lalli: Massa vinnsla - fór í alla bolta á milljón - og barðist eins og ljón allann leikinn. Eitthvað sem vantar hjá sumum.
Bjartur: Loksins klár í leik - og stóð sig þokkalega vel.
Sigurður T: Tók allar 70 mínúturnar og pakkaði þeim. Lokaði öllu í vörninni.
Gummi S: Enn og aftur góður leikur - "solid" á kantinum og er meir og meir að verða miðvarðartýpa (þótt hann sé kannski ekki að "fíla" það :-)
Matthías: Fínn fyrri hálfleikur - barðist vel og fór sem fyrr í allar tæklingar - fór aðeins út úr stöðinni sinni en það kom ekki að sök.
Guðmar: Djöflaðist vel á miðjunni - fékk samt gula fyrir eina aftanítæklingu!
Davíð Þór: Nokkuð sprækur - tók smá tíma að koma sér inn í leikinn.
Eiður: Gríðarlega snöggur og komst í fullt af góðum færum - en var algjör klaufi þegar komið var að markinu - hitti boltana illa og fann hornin illa.
Reynir: Svaðalegur leikur - þvílíkt hraður og sterkur - og hefði hæglega getað bætt við.

Arnþór: Var mikið í boltanum og kom honum nokkuð vel frá sér - vantaði samt upp á sprengikraft og vinnslu.
Kevin Davíð: Flott innkoma í bakvörðinn - vann fullt af boltum og tók vel á því.
Egill: Fyrsti leikur í langan tíma - en átti fínan leik á kantinum - vantaði stundum upp á vinnslu tilbaka.
Stefán Karl: Ágætis innkoma - varði oft vel - er á klassa leið.

Almennt um leikinn:

+
Vorum hraðir og unnum spretti og einvígi um allann völl.
+ Vorum duglegir að stinga boltanum og koma með langar sendingar inn fyrir vörn KR.

+
Vörðum oft snilldarlega og vorum öryggið uppmálað í markinu.
+ Héldum út - leyfðum þeim ekki að valta yfir okkur - vorum samstíga og börðumst allir sem einn.

-
Vorum klaufar nokkrum sinnum rétt fyrir framan markið þeirra.
- Ýttum ekki alveg nógu vel út úr vörninni.
- Soldið margar feilsendingar á tímabili!

Í einni setningu: Loksins kom sigurleikurinn - loksins kom leikgleðin og baráttann sem við getum sýnt í hverjum leik. Massa ánægður með ykkur. Snilld að enda mótið á svona góðum leik.

- - - - -