Saturday, November 11, 2006

Leikur v KR - laug!

Hey

Það var svo einn leikur v KR í dag á þeirra heimavelli.
Sem sé fjórði leikurinn við KR í vikunni - fór ekki alveg nógu
vel sem þýðir að við verðum að hefna okkar rækilega næsta vor.
Allt um leikinn hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 0 - KR 5.


Dags: Laugardagurinn 11.nóvember 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.15
Völlur: KR Gervigrasið.

Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5.

Maður leiksins:
Hrafn Helgi (algjör klassa leikur).

Vallararaðstæður: Svona nett kalt en völlurinn var allt í lagi.
Dómari: Ég var eiginlega orðlaus hér - best að skrifa ekkert!
Áhorfendur: Nokkrir hressir létu sjá sig!

Liðið:


Sindri í markinu - Einar og Biggi bakverðir - Magnús Helgi og Þorgeir miðverðir - Egill og Gísli á köntunum - Siggi T og Hilmar á miðjunni - Arnþór og Ágúst J frammi. Varamenn: Hrafn Helgi - Lárus - Steinar - Aron Vikar - Arnór.

Frammistaða:

- Vantar sökum slugs og seinagangs - tökum það algjörlega á okkur -

Almennt um leikinn:

+ Komumst oft inn í leikinn og var ekki að sjá að við vorum nokkrum mörkum undir.
+ Bjuggum okkur til nokkur fín færi og vorum óheppnir að skora ekki.
+ Klassa markvarsla á köflum sem hélt okkur algjörlega inn í leikinn.
+ Mættum margir og snilld að sjá nokkra spreyta sig - þurfum nú bara að fá fleiri leiki til þess að fá meiri leikæfingu.

- Létum þá soldið vaða yfir okkur á okkar þriðjum og í okkar teig.
- Vantaði að hreinsa boltanum betur frá hættusvæðinu.
- Vantaði að koma á fullu upp völlinn með framherjunum og setja svolitla pressu á KR-ingana.
- Lítið tal og vantaði smá sjálfstraust og grimmd hjá fullt af leikmönnum.

Í einni setningu:
Aðeins of stórt tap miðað við suma kafla í leiknum - þurfum að vera miklu ákveðnari að verja okkar mark og koma boltanum burtu frá hættulegasta svæðinu sem við viljum ekki hafa andstæðingin í.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home