Friday, November 10, 2006

Leikur v Stjörnuna - fös!

Yes.

Það var einn leikur við Stjörnuna á gervigrasinu okkar í ekkert allt
of spes veðri. Við létum okkur hafa það samt og tókum á því - komumst í
2-0 en slökuðum svo ansi mikuð á! Allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 2 - Stjarnan 5.

Dags: Föstudagurinn 10.nóvember 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.10.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal

Staðan í hálfleik: 2 - 2.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4, 2-5.

Maður leiksins: Anton Helgi (snilldar mörk og var mikið í boltanum - hefði átt að setja fleiri).

Mörk:

9 mín - Anton Helgi með gott slútt eftir barning inni í teig.
16 mín - Anton Helgi kláraði eftir að hafa komist inn fyrir vörn stjörnunnar.

Vallararaðstæður: Ekki nógu spes - munaði litlu að við frestuðum leiknum - en létum okkur hafa það. Snjór og slydda enn eins og ég sagði þá mössuðum við það auðvitað.
Dómari: Ingvi og Kiddi dæmdu leikinn eins og KSÍ dómarar!
Áhorfendur: Örfáir létu sjá sig enda leikurinn snemma dags!

Liðið:

Stefán í markinu - Elvar Aron og Hákon bakverðir - Sindri og Eyjólfur miðverðir - Emil Sölvi og Viktor á kantinum - Mikki og Ingvar á miðjunni - Davíð Þór og Anton Helgi frammi. Varamenn: Lárus - Guðmundir Ingi - Arianit - Orri - Eiður - Bjartur.

Frammistaða:

Stefán: Varði eins og skepna í fyrri hálfleik - fínasti leikur - aðstæður soldið að trufla hann í seinni hálfleik.
Elvar: Góður leikur í báðum treyjum!
Hákon: Sama hér - átti góðan dag.
Sindri: Nokkuð öflugur í miðverðinu sem og miðjunni.
Eyjólfur: Vantaði stundum upp á staðsetningar en var samt duglegur og fór í alla bolta.
Emil: Ágætis leikur - þarf bara að vera búinn að sjá næsta leik fyrir (vera búinn að sjá lausan mann).
Viktor: Góður leikur á kantinum - skilaði boltanum vel frá sér og var nokkuð ákveðinn.
Mikki: Seigur á miðjunni en mætti vera aðeins öruggari í miðverðinum - vera búinn að losa aðeins fyrr.
Ingvar: Átti góðan leik - þarf bara núna að mæta á æfingar eins og ljónið.
Davíð Þór: Góður leikur - óheppinn að setja ekki mark.
Anton H: Klassa leikur - setti góð mörk og var mikið í boltanum.

Lárus: Vantaði smá vinnslu á kantinum - að vera mættur í vörnina að klára sinn mann - en annars nokkuð sprækur.
Guðmundur I: Ágætis leikur - þarf samt enn að láta meira heyra í sér - vera ákveðnari.
Arianit: Fyrsti leikur í þónokkurn tíma - en átti fínan leik - þarf nú bara að mæta eins og ljónið og komast í leikform.
Orri: Eins og hjá stefáni þá voru aðstæður ekki nógu spes og gerðu það að verkum að við gáfum alla veganna eitt mark - en varði annars vel og var snöggur að koma boltanum í spil.
Eiður: Var eiginlega öflugri í blárri treyju!! en átti samt fínan leik í seinni í réttri treyju.
Guðbjartur: Átti fínan leik í báðum treyjum!

Almennt um leikinn:

+ Snilldar mörk og klassa byrjun - fyrstu 20 mín.
+ Ýttum vel út og pressuðum á þá í fyrri hálfleik.
+ Klassa mæting í leikinn og fullt af mönnum spreyttu sig.
+ Leikurinn frekar jafn og mönnum leið vel inn á vellinum.

- Gáfum alla veganna tvö ódýr mörk - vantaði kannski aðeins upp á einbeitinguna.
- Misstum stjörnumennina of oft inn fyrir okkur - eltum þá ekki eða héldum ekki línu.
- Vantaði smá ákveðni í seinni hálfleik - létum þá soldið valta yfir okkur á köflum.
- Þurfum að passa að missa ekki boltann á svæðinu fyrir framan vítateiginn, miðsvæðis.

Í einni setningu: Nokkuð skemmtilegur leikur í frekar slæmu veðri - hefðum átt að gera betur með vindinn í bakið í fyrri hálfleik því það var afar erfitt að djöflast á móti vindinum í þeim seinni.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home