Leikir v Stjörnuna - laug!
Yes.
Tveir leikir við Stjörnuna í dag - hefði eiginlega átt að vera tveir sigurleikir en smá klikk
kom upp í lok fyrri leiksins. Allt um það hér:
- - - - -
4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 2 - Stjarnan 4.
Dags: Laugardagurinn 11.nóvember 2006.
Tími: kl.13.00 - 14.00
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1, 2-2, 2-3, 2-4.
Maður leiksins: Árni Freyr (skoraði tvö frábær mörk eiginlega upp úr engu).
Mörk:
17 mín - Árni Freyr með geggjaða stungu eftir góða sendingu frá Arnþóri.
33 mín - Árni Freyr aftur á ferð, fékk boltann aftur frá Arnþór sem skallaði núna í gegn.
Vallaraðstæður: Veðrið og völlurinn sluppu - en oft verið betri aðstæður.
Dómari: Ingvi og Kiddi (kom samt seint) - geta náttúrulega ekki klikkað saman!
Áhorfendur: Fjölmargir foreldrar úr báðum liðum á svæðinu.
Liðið:
Kristján Orri í markinu - Valli og Nonni bakverðir - Addi og Úlli miðverðir - Diddi og Viðar aftari tengiliðir - Stefán Tómas, Anton Sverrir og Arnþór Ari á miðjunni og Árni Freyr einn frammi. Varamenn: Dagur Hrafn.
Frammistaða:
- Vantar sökum "slugs" og seinagngs - tökum það algjörlega á okkur!
Almennt um leikinn
- Hefðum mátt gera betur í okkar hornum.
- Fórum soldið oft út úr stöðunum okkar.
- Seldum okkur á köflum.
- Það var lítið að gerast sóknarlega í heildina.
- Misstum boltann of oft frekar klaufalega.
- Héldum ekki út - vorum ekki nógu grimmir og létum þá komast inn í leikinn.
+ Byrjuðum leikinn af krafti og létum boltann rúlla vel á milli manna.
+ Skoruðum tvö mörk nánast upp úr þurru - ótrúlega flott og skandall að þau séu ekki til á spólu! Komumst yfir tvisvar sinnum.
+ Áttum mörg góð hlaup innfyrir.
+ Keyrðum okkur nokkuð vel út enda bara með einn varamann.
Í einni setningu: Svekkjandi tap því þetta leit út fyrir að vera góður leikur hjá okkur í byrjun - en náðum ekki að spila okkur nógu mikið saman í seinni hálfleik.
- - - - -
4.flokkur - Æfingaleikur
Þróttur 2 - Stjarnan 1.
Dags: Föstudagurinn 10.nóvember 2006.
Tími: kl.14.00 - 15.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 1 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 2-1.
Maður leiksins: Sigvaldi (sterkari og sterkari með hverjum leiknum).
Mörk:
20 mín - Daníel I með skot langt utan að velli.
40 mín - Silli kláraði dæmið með skalla eftir annan skallabolta frá Guðmari.
Vallararaðstæður: Ekki besta veður í heimi, en við mössuðum það.
Dómari: Kiddi og Egill - góðir eins og vanalega.
Áhorfendur: Nokkrir sprækir létu sjá sig.
Liðið:
Kristó í markinu - Daði og Guðmar bakverðir - Silli og Óli F miðverðir - Seamus og Jóel á köntunum - Danni I og Danni Ö á miðjunni - Salómon og Tryggvi frammi. Varamenn: Engir!
Frammistaða:
- Vantar sökum "slugs" og seinagngs - tökum það algjörlega á okkur!
Almennt um leikinn:
+ Tvö flott mörk, og nokkur önnur færi sem ég hefði vilja sjá kláruð.
+ Klassa keyrsla - unnum vel fyrir hvorn annan.
+ Nokkuð fljótir á fyrstu metrunum.
- Línan soldið tæp á köflum.
- Stóðum soldið oft kyrrir.
- Vantaði soldið að láta boltann rúlla betur á milli manna - vera búinn að sjá næsta leik.
Í einni setningu: Flottur sigur - bara gaman að taka svona vel á því og ná að klára leikinn með eins marka sigri.
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home