Helgin!
Sælir.
Á morgun, laugardaginn 14.okt, er hreinsunarátak niður í Þrótti fyrir þá sem eru lausir! Það er komið að því að hressa aðeins upp á félagshúsið og vellina. Við í 4.flokki sýnum lit - og tökum svo æfingar (í sitt hvoru lagi) eftir þetta.
Planið er sem sé svona:
- kl.12.00 - Mæting niður í Þrótt (þeir sem geta) - hreinsunarátaks sjálfboðaliða í félagshúsi Þróttar. Lára Dís umsjónarmaður félagshúss mun sjá um að stýra mannskapnum af sinni einstöku röggsemi.
- Kl.13.00 – Mæting hjá öllum: Útihlaup hjá eldra árinu (5 km) – létt tímataka! + Spilæfing hjá yngra árinu!
- Kl.13.45 – Útihlaup hjá yngra árinu (4 km) – létt tímataka! + Spilæfing hjá eldra árinu!
Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi og co.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home