Leikur v Fram - fös!
Yess.
Þá er haustmótið byrjað. Klassa sigur í fyrsta leik.
Allt um hann hér:
- - - - -
4.flokkur karla - Haustmót KRR.
A lið.
Þróttur 5 - Fram 3
Dags: Föstudagurinn 20.okt 2006.
Tími: Kl.16.00 - 17.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.
Staðan í hálfleik: 3 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 2-1, 3-1, 4-1, 5-1, 5-2, 5-3.
Maður leiksins: Kristján Einar (setti tvö, lagði upp eitt og átti klassa dag á miðjunni).
Mörk:
19 mín - Arnþór Ari - fínt skot eftir stungu innfyrir frá Antoni Sverri.
29 mín - Kristján Einar - eftir klassa sendingu frá Árni Frey.
34 mín - Árni Freyr úr víti eftir brot á honum sjálfum.
38 mín - Kristján Einar- eftir snilldar þríhyrning við Árna.
48 mín - Árni Freyr slúttaði vel eftir góða fyrirgjöf frá Didda.
Vallaraðstæður: Nokkuð hlýtt í veðri, frekar mikil sól sem var hátt á lofti en völlurinn sjálfur var bara netttur.
Dómarar: Kiddi og Rúnar G - þokkalega nettir. Ekki eitt röfl á þá.
Áhorfendur: Bara þó nokkrir foreldrar mættir á svæðið auk nokkurra leikmanna úr flokknum.
Liðið:
Krissi í markinu - Gummi og Valli bakverðir - Arnar Kári og Nonni miðverðir - Stebbi og Kommi á köntunum - Arnþór og Diddi (c) á miðjunni - Anton Sverrir og Árni Freyr frammi. Varamenn: Kristófer - Tryggvi - Úlli og Viðar Ari.

Frammistaða:
Krissi: Fínn leikur - munaði 2 cm í markinu - rúllar upp næsta þannig skoti!
Gummi: Afar öflugur í bakverðinum - hleypti ekki manni fram hjá sér.
Valli: Sama hér - afar góður leikur vinstra meginn (hefði mátt hreinsa boltanum út af í lokin en í staðinn náðu þeir boltanum og komust næstum í gegn).
Arnar Kári: Las leikinn afar vel í fyrri - vantaði stundum að halda línunni skipulagðari en overall klassa leikur.
Nonni: Góður leikur - sívinnandi og allaf á milljón (þarf samt að passa að bjóða sig ekki of framarlega þegar hann er í miðverðinum).
Stebbi: Var soldið lengi að koma sér inn í leikinn - átti samt nokkrar fínar fyrirgjafir og vann vel varnarlega.
Kommi: Klappaði boltanum stundum aðeins of mikið og komst ekki alveg nógu mikið upp sjálfan kantinn - en var samt sprækur.
Arnþór: Mjög góður leikur, snilldar mark og lét boltann fljóta vel. (minnti soldið á scholes í dag!)
Diddi: Klassa leikur - stjórnaði miðjunni afar vel með Arnþóri og tók einnig af skarið á þeirra þriðjung.
Anton S: Hafði boltann stundum aðeins of lengi hjá sérm skýldi honum samt vel og skapaði fullt af færum.
Árni F: Mjög kraftmikill frammi, setti tvö og átti fínasta leik.
Kristó: Ágætis innkoma - kom vel út í boltana og skilaði honum prýðilega frá sér. Hefði kannski getað gert betur í öðru markinu!
Tryggvi: Ágætis leikur - var mikið í boltanum en vantaði stundum meiri vinnslu í varnarleikinn.
Úlli: Sterkur og duglegur en spurning hvort gömlu lærmeiðslin séu að hefta hann ekvað!
Viðar: Allt til fyrirmyndar á kantinum. Snöggur að koma sér inn í leikinn og var óhræddur að ógna fram á við.
Almennt um leikinn:
+ Létum boltann rúlla snilldar vel á köflum - vel út á kantana og inn á miðjunni.
+ Bjuggum okkur til fullt af færum.
+ Lásum þeirra sóknartilburði vel í vörninni.
+ Komust yfir, sem er alltaf sterkt.
+ Fín vinnsla í mönnum - engin að svindla.
+ Áttum um 8 skot á markið og um 5 fyrirgjafir.
+ Vorum með boltann um 70% af leiknum.
+ Sóttum vel á þá og skoruðum fimm flott mörk.
- Nokkrar slakar sendingar beint á Framara!
- Tókum stundum of margar sendingar sem gerði það að verkum að Árni varð rangstæður og við gátum ekki sent boltann inn fyrir.
- Vantaði að loka betur á skotinn þeirra (tvö þeirra voru skot utan að velli).
- Þurfum að sækja á öllum fjórum frammi þegar við ætlum að sækja hratt.
- Vantaði stundum að skipta boltanum yfir á hinn kantinn.
- Það var of mikið bil milli miðju og varnar á köflum.
- Klöppuðum boltanum aðeins of mikið í seinni hálfleik.
- Gáfum eftir, menn fóru út úr stöðunum sínum og við fengum á okkur tvö óþarfa mörk í lokin.
Í einni setningu: Klassa byrjun á mótinu, eitthvað sem við byggjum á.
- - - - -
1 Comments:
Flottur leikur, til hamingju allir, og Ingvi ekkert smá flottar upplýsingar. Þetta er mun ýtarlegra en hjá MBL og KSÍ !
Vonandi er þetta bara byrjunin á góðu ári hjá ykkur öllum.
Lifi Þróttur
Post a Comment
<< Home