Friday, October 20, 2006

Leikur v Fram - laug!

Hey.

Seinni leikurinn við Fram var á laugardaginn. Eiginlega frekar
ótrúleg úrslit miðað við leikinn sjálfann. Fengum sem betur fer
1 stig en hefðu mátt vera tvö í viðbót! Allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmót.
B lið.
Þróttur 3 - Fram 3.

Dags: Laugardagurinn 21.okt 2006.
Tími: Kl.13.00 - 14.15.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 0 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 0-3, 1-3, 2-3, 3-3.


Maður leiksins: Tolli (snilldar vinnsla allann leikinn og reddaði okkur sigri úr því sem komið var).

Mörk:

55 mín - Salomon beint úr aukaspyrnu úti hjá endalínu.
60 mín - Salomon eftir klassa einleik og sendingu frá Antoni Helga.
69 mín - Tolli með geggjuðu langskoti rétt fyrir utan teig.

Vallaraðstæður:
Svipað og í gær, milt veður, mikil sól og völlurinn þurr - en slapp samt.
Dómarar:
Kiddi og Sindri Már - virkuðu bara ansi nettir.
Áhorfendur:
Um helmingur foreldra auk nokkurra leikmanna úr flokknum.

Liðið:

Orri í markinu - Danni I og Daði Þór bakverðir - Sindri og Silli miðverðir - Dagur Hrafn og Jóel á köntunum - Tolli og Mikki (c) á miðjunni - Salamon og Danni Örn frammi. Varamenn: Elvar Aron - Kevin Davíð - Anton Helgi - Davíð Þór og Viktor B.




Frammistaða:

Orri: Fyrir utan tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik þá átti hann snilldar leik - varði afar vel.
Danni I: Fínn leikur - fín barátta. Hefði mátt koma boltanum betur í leik nokkrum sinnum.
Daði: Ágætis leikur í bakverðinum - hleypti engum fram hjá sér og skilaði boltanum vel frá sér.
Sindri: Góður leikur - stjórnaði vörninni bara vel en þarf að láta heyra aðeins meira í sér.
Silli: Vel á tánum - kannski í nýrri stöðu - en skilaði sínu vel.
Dagur: Mjög góður leikur - fínar sendingar og góðar staðsetningar. Hefði mátt skjóta meira á markið.
Jóel: Klassa leikur - Vann vel og endaði leikinn eins og kóngur á miðjunni.
Tolli: Á milljón allann leikinn, afar hættulegur og jöfnunarmarkið náttúrulega snilld.
Mikki: Nokkuð sprækur á miðjunni - þarf að garga aðeins meira - en yfir höfuð fín vinnsla.
Danni Ö: Vantaði að koma sér í góð færi - en vann samt vel og barðist allann leikinn.
Salomon: Mikið í boltanum - hefði mátt láta hann fljóta aðeins betur en setti svo tvö klassa mörk.

Elvar: Fínasta innkoma í bakvörðinn - vann marga bolta og skilaði boltanum prýðilega frá sér.
Kevin: Fínn á kantinum - Hleypti engum fram hjá sér - vantaði bara að skila boltanum aðeins betur frá sér.
Dabbi: Var mikið í boltanum og kom vel á móti. Vantaði aðeins meiri vinnslu í varnarleikinn.
Anton H: Góð innkoma - duglegur á kantinum og lagði upp annað markið á Salomon. Vantar samt enn meiri tal og stjórnun.
Viktor: Vann boltann oft mjög vel en verður að passa að vera í línu þegar hann er í bakverðinum.


Almennt um leikinn:

+
Áttum allann leikinn frá A til Ö.
+
Sköpuðum okkur fullt af færum.
+
Áttum mörg skot að marki.
+
Orri vel á tánum í markinu og varði allt sem á markið kom.
+
Komum tilbaka og skoruðum 3 flott mörk eftir að hafa verið undir með þremur mörkum - það er afar sterkt.
+
Menn komu vel sprækir inn á af bekknum.

-
Afar lítið tal.
-
Vorum of mikið fyrir aftan Framarana og buðum okkur ekki nóg.
-
Hornin ekki nógu góð og lítil hreyfing inn í teig.
-
Mörkin sem við fengum á okkur! Fyrsta var gefins og hin tvö voru eins: vorum úr stöðunum og misstum manninn inn fyrir okkur.
-
Vantaði að vinna betur saman (tveggja manna tal).
-
Sneggri að "spotta" lausa samherja og fá boltann aftur (fleiri þríhyrningar).
-
Vorum of flatir nokkrum sinnum og misstum sóknarmann þeirra inn fyrir okkur.

Í einni setningu:
Skemmtilegur leikur og "stemmari" að ná stigi þar sem að jöfnunarmarkið kom á síðustu mínútunni og að við vorum 0-3 undir, EN áttum klárlega að fá 3 stig út úr leiknum!

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home