Tuesday, October 31, 2006

Mið - fimleikar og æfing!

Sælir.

Á morgun, miðvikudaginn 1.nóv, byrjum við í fimleikum einu sinni í viku (aðra hverja vikuna hjá hverjum leikmanni) í nýju fimleikahöllinni við hliðina á gervigrasinu okkar.

Yngra árið byrjar núna á morgun og er mæting kl.19.20 niður í klefa 1 niður í Þrótti, en eldra árið æfir á gervigrasinu (og núna kl.16.30 – 18.00). Svo skiptist þetta í næstu viku.

(þar sem að eldra árið í Laugalækjaskóla er í fermingarfræðslu kl.19.30 á miðvikudögum þurfum við að finna betri tíma fyrir fimleikana hjá eldra árinu – vinnum í því).

Þetta kemur til með að kosta eitthvað en þessi fyrsti tími verður prufutími – látum ykkur svo betur vita hvernig þetta verður.

En svona verður þetta sem sé á morgun – reynum að mæta allir - það var massa góð mæting í gær á æfinguna og í leikina - ekkert smá ánægður með ykkur.
En heyrið í mér ef þetta er eitthvað vesen.

Kv,
Ingvi (nær léttilega niður í tær), Egill (ekki breik) og Kiddi (alveg að koma).

1 Comments:

At 2:25 PM, Anonymous Anonymous said...

Kemst kannski á fimleika æfingarnar er á þrekæfingum frá kl.19:00-20:00
KV. Högni

 

Post a Comment

<< Home