Æfingin í dag!
Yes.
Fyrsta æfing tímabilsins var í dag, miðvikudag, hjá yngra árinu.
32 leikmenn létu sjá sig sem er náttúrulega súper tala, sumir samt ekki
alveg í fótboltadressinu, en fengu "sjens" í dag, og mæta klárir í réttum galla á
föstudaginn.
Held að ég sé búinn að ná öllum nöfnunum - en "hné í læri" ef ég klikka á einhverju
nafni á föstudaginn!!
"Trixið" mitt í dag vakti náttúrulega mikla athygli, eins að Egill hafi komið of seint!
Kiddi er svo loksins búinn að læra að flauta almennilega.
En hér fyrir neðan er fyrsta blað tímabilsins, set svo æfingatöfluna sér. Við meilum þessu
á alla líka.
Þá segi ég bara; æfa nýja trixið fyrir föstudaginn, og sjáumst eldhressir þá.
Ingvi, Egill og Kiddi
- - - - -
4.október 2006 - 4.flokkur karla – Yngra ár
Leikmenn – foreldrar – forráðamenn
Velkomnir í 4.flokk og velkomnir til æfinga á ný!
Vonandi hafa allir slakað vel á í fríinu en eru jafnframt spenntir og tilbúnir að byrja á nýjan leik. Nú eru þeir leikmenn sem eru fæddir 1994 (og eru í 7.bekk) komnir á yngra ár í 4.flokki, og leikmenn sem eru fæddir 1993 (og eru í 8.bekk) komnir á eldra ár. Þetta verður áfram einn fjölmennasti flokkur Þróttar en um 65 strákar verða í flokknum.
Það verður sem fyrr nóg að gera í 4.flokki í vetur og fá allir verkefni við hæfi.
Við komum oftast til með að skipta hópnum í tvennt og þá eftir aldri. En einnig munum við æfa allir saman (og þá á öllum vellinum), sem og í minni æfingahópum (og þá yrði hópnum skipt eftir félögum, skólum eða stöðu á vellinum).
Eitthvað getur orðið um breytingar á tímum og þess háttar og þá er bara um að gera að fylgjast vel með á bloggsíðu flokksins; www.4fl.blogspot.com , hafa endilega samband við þjálfara eða spyrja félagana. Ef við missum völlinn einhvern tímann, eða veðrið verður brjálað, þá finnum við eitthvað að gera í staðinn.
Aðalþjálfari í ár verður Ingvi Sveinsson, og honum til aðstoðar verður fjöldinn allur af klassa aðstoðarþjálfurum; Egill B, Kristinn Steinar og hugsanlega fleiri. Ráðgjafar verða svo Gunnar Oddsson og Þorsteinn Halldórsson, þjálfarar meistaraflokks karla.
Hafið endilega samband ef æfingar rekast á við tónlistarnám eða aðrar íþróttagreinar. Það er ekkert mál fyrir strák á yngra ári að mæta með eldra árinu á eina æfingu í viku og öfugt. Fljótlega höldum við svo fund og förum betur í öll atriði vetrarins.
Með von um klassa tímabil, Ingvi (869-8228).
- - - - -

0 Comments:
Post a Comment
<< Home