Friday, October 06, 2006

Föstudagur!

Sælir.

Það er sem sé æfing hjá yngra árinu í dag, föstudag, kl.16.00 - 17.30 á gervigrasinu.
Við eigum að eiga allt grasið þannig að við förum aðeins í leikskipulag og endum
svo á því að spila góðan leik.

Við tökum svo gott helgarfrí, en hvetjum menn samt til að kíkja aðeins út og
hreyfa sig :-)

Eldra árið er enn í fríi en mætir svo stuði á mánudaginn næsta kl.15.00 á gervi.
Yngra árið æfir svo strax á eftir, kl.16.15, líka á gervi. Allir með það á hreinu.

Það er svo vika í haustmótið og svipað langt í fundinn sem við ætlum að hafa.
Allt að gerast .

Góða helgi,
Ingvi og co.

p.s. Lettland - Ísland á morgun á sýn - reyna að kíkja á hann!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home