Sunday, October 22, 2006

Sunnudagur + mánudagur!

Sælir strákar.

- Planið fyrir eldra árið í dag, sunnudag, er þannig:

Dýnubolti niður í Langó:

kl.14.00 - 15.15 hjá þeim sem kepptu í gær (Orri–Stefán Karl–Daði Þór–Tolli-Anton Helgi–Reynir–Jóel–Sigvaldi–Viktor B–Daníel Ö–Daníel I–Davíð Þ–Ingvar–Elvar A–Hákon–Kevin D).

kl.15.30 - 17.00 hjá þeim sem kepptu á föstudag (Krissi-Kristó-Arnar Kári–Arnþór Ari–Árni Freyr–Anton Sverrir-Nonni-Úlli-Gummi-Kommi–Tryggvi–Diddi-Stebbi–Valli).

Geymum útiskokkið aðeins (ekki segja yngra árinu) - nema Liverpool tapi, þá tökum við langt hlaup!

- Það er svo alveg frí hjá yngra árinu í dag, sunnudag!

- - - - -

Á morgun, mánudag, æfir yngra árið klukkutíma fyrr: kl.15.15-16.30 á öllu gervigrasinu - en eldra árið keppir tvo leiki við Leikni upp í Breiðholti (mætingar auglýstar seinna).

Það varð því miður að fresta yngra árs leiknum á móti Fylki sem átti að vera á morgun, mánudag, örugglega fram á þriðjudag/miðvikudag. Það skýrist vonandi líka á morgun.

En alrighty.
Sjáumst í dag og á morgun.
Ingvi og co.

p.s. allt um leikina verður komið í kvöld!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home