Saturday, October 28, 2006

Leikur v Fylki - sun!

Jebba.

Það var einn leikur við Fylki í dag upp í Árbæ. Klassa
leikur á frosnu gervigrasinu. Allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið.
C lið.
Þróttur 6 - Fylkir 3.

Dags:
Sunndagurinn 29.október 2006.
Tími: kl.10.30 - 11.45.
Völlur: Fylkisgervigras.

Staðan í hálfleik: 4 - 1.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 3-1, 4-1, 4-2, 5-2, 5-3, 6-3.

Maður leiksins: Dagur Hrafn (notaði Fylkismennina án gríns eins og keilur).

Mörk:


11 mín - Seamus kláraði vel eftir magnaði stungu innfyrir.
15 mín - Ólafur Frímann slúttaði vel eftir fína fyrirgjöf frá Salomon (sem Seamus "kikksaði").
20 mín - Salomon með fínu skoti.
34 mín - Ólafur Frímann aftur á ferð, vann boltann sjálfur og kláraði.
42 mín - Salomon með ótrúlegt skot langt utan að kanti (hugsanlega fyrirgjöf!) stöngin-stöngin inn. 50 mín - Dagur Hrafn með öruggt víti.

Vallaraðstæður: Svona í kaldara laginu, völlurinn frosinn og ekki nógu spes í byrjun en varð svo bara ansi nettur þegar sólin fór að skína.
Dómarar: 1 dómari sem stóð sig bara nokkuð vel.
Áhorfendur: Þó nokkrir foreldrar létu sjá sig, auk yfirþjálfarans :-)

Liðið:

Sindri Þ í markinu - Bjartur og Eyjólfur bakverðir - Högni (c) og Mikki miðverðir - Ólafur Frímann og Siggi T á köntunum - Dagur og Viðar á miðjunni - Salomon og Seamus frammi. Varamenn: Guðmundur Ingi - Guðmundir S - Þorgeir og Arnþór F.



Frammistaða:

Sindri Þ: Bjargaði okkur alveg með að koma og vera í markinu - bjargaði okkur líka trekk í trekk í leiknum með massa markvörslu.
Bjartur: Góður leikur - varðist vel og leysti sína stöðu fullkomnlega.
Eyjólfur: Fínn leikur - þarf kannski aðeins að passa línuna en það er allt að koma.
Högni: Afar traustur í þessari stöðu og las leikinn eins og bók.
Mikki: Klassa leikur - farinn að verða öruggari með boltann í hverjum leik á fætur öðrum.
Ólafur Frímann: Mjög öflugur í leiknum og setti tvö fín mörk.
Siggi T: Fínasti leikur - var mikið í boltanum og barðist vel.
Dagur: Lék sér að koma sér og öðrum í góð færi - óheppinn að setja ekki fleiri mörk.
Viðar: Brilliant leikur - vann vel með Degi á miðjunni og hefði mátt klára fleiri færi með skoti.
Salomon: Góð vinnsla - setti tvö góð mörk og annað þeirra var náttúrulega bara snilld.
Seamus: Á milljón allann leikinn og náðu varnarmenn fylkis ekki að slaka á í eina sekúndu.

Þorgeir: Fín innkoma - mikið í boltanum - vantaði smá meiri grimmd á köflum.
Arnþór F: Sterkur frammi - vantaði að loka aðeins betur á varnarmennina þeirra á sprettinum - óheppinn að setjann ekki.
Gummi Ingi: Seigur í bakverðinum - þarf líka að prófa miðvörðinn.
Gummi S: Góður leikur - þarf bara að passa að bjóða sig aðeins betur - ekki vera bak við andstæðinginn.


Almennt um leikinn:

+ Snilldar spilamennska á köflum - boltinn var látinn ganga á næsta mann sem var duglegur að sjá næsta kost í stöðunni.
+ Héldum línunni nokkuð vel og skipulagið fínt í vörninni.
+ Menn voru vel á tánum og slökuðu ekki á í eina mínutu.
+ Bjuggum til ósköpin öll af góðum færum.
+ Menn óhræddir að taka menn á og fara á þá.

- Fylkismenn sluppu aðeins of oft í gegn um okkur og í hættulega færi.
- Klúðruðum aðeins of mörgum færum inn í þeirra vítateig.
-
Vantar meira tal milli manna.
- Sindri vel á tánum í markinu og kom vel út á móti.
- Vantaði smá öruggi í stuttum útspörkum - megum ekki koma okkur í vandræði þannig.

Í einni setningu: Fyrsti leikur hjá mörgum á stórum velli - Klassa sigur í afar skemmtilegum markaleik.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home