Friday, October 27, 2006

Leikur v Val - fös!

Yes sir.

Fyrsti leikur yngra ársins á stórum velli fór ekki sérstaklega vel.
Í fyrsta lagi vorum við í vandræðum með að manna liðið sem er ótrúlegt
þar sem að við bjuggumst við um 18 leikmönnum í leikinn. Mjög margir létu
ekki vita að þeir kæmu ekki sem er algjör skandall. Við náðum ekki að hita nógu
vel upp ofl. En allt um leikinn hér:

- - - - -

4.flokkur - Æfingaleikur
Yngra árið
Þróttur 1 - Valur 11.

Dags: Föstudagurinn 27.október 2006.
Tími: kl.16.00 - 17.20.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 1 - 5.
Gangur leiksins: 1-0, 1-1, 1-2, 1-3, 1-4, 1-5, 1-6, 1-7, 1-8, 1-9, 1-10, 1-11.

Maður leiksins: Eyjólfur (var á fullu allann tímann, stjórnaði eins og hann gat og fann sig ágætlega í miðverðinum).

Mörk:

8 mín - Arnþór F beint úr aukaspyrnu. Glæsilegt mark.

Vallaraðstæður: Svona nokkuð kalt en samt flott fótboltaveður.
Dómarar: Kiddi var góður í byrjun en Ingvi svaðalegur í lokin!
Áhorfendur: Frekar fáir foreldrar en nokkir úr flokknum létu sjá sig sem er snilld.

Liðið:

Biggi í markinu - Gísli og Halli bakverðir - Eyjólfur (c) og Geiri miðverðir - Egill og Einar á köntunum - Eiður og Arnþór F á miðjunni - Anton og Ágúst J frammi.



Létu vita að þeir kæmust ekki: Lárus - Guðmundur Ingi - Ágúst Bjarki - Hrafn.
Létu ekki vita / ekki mætt lengi: Aron Vikar - Kristófer - Kolbjörn - Styrmir - Arnór - Goði - Steinar.

Frammistaða:

Biggi: Bjargaði okkur oft mjög vel. Kom vel út á móti. Þarf bara að vinna í útspörkunum og staðsetningunni.
Gísli: Vantaði að vera meiri á hreyfingu og bjóða sig þegar við vorum með boltann. En djöflaðist samt vel.
Halli: Barðist vel allann leikinn - vantaði bara smá samvinnu milli hans og miðvarðarins og hans og Egils.
Eyjólfur: Stjórnaði vel í vörninni og stoppaði fullt af sóknum. Hefði mátt gera meir að koma með langa bolta á senterna.
Geiri: Nokkuð góður leikur í miðverðinum - vantaði aðeins meiri festu með arnþóri á miðjunni í seinni hálfleik.
Egill: Átti nokkra fína spretti á kantinum - vantaði aðeins betri vinnslu tilbaka í aðstoð í vörninni.
Einar: Ágætis leikur - hefði mátt bjóða sig betur á köflum en barðist vel.
Eiður: Barðist vel en missti boltann of oft á miðjunni - kom sér svo betur inn í leikinn í miðverðinum.
Arnþór: Vantaði meiri vinnslu á miðjunni - rak boltann aðeins of oft í vandræði - en reyndi samt og skorða snilldar mark.
Anton: Var hættulegur frammi og afar óheppinn að skora ekki alla veganna eitt mark - hefði mátt koma nær í tveimur færum - þarf að stíga betur fyrir varnarmanninn á sprettinum.
Ágúst: Var soldið út úr sinni stöðu á köflum - kom of mikið tilbaka - en var samt á fullu allann leikinn.


Almennt um leikinn:

+ Komumst yfir og áttum 2-3 afar góð færi í byrjun leiks.
+ Vörðumst vel á köflum og sýndum góða baráttu.
+ Áttum nokkrar frábærar sendingar innfyrir á Anton og Ágúst en vorum óheppnir að fara ekki alla leið.
+ Biggi vel á tánum og kom oft afar vel út á móti og stoppaði margar sóknir.
+ Kláruðum allir allann leikinn án þess að biðja um skiptingu þótt ill gengi. Það fannst okkur afar flott hjá ykkur.

- Vantaði um 10 leikmenn og vorum í vandræðum með að manna liðið í byrjun.
- Frekar slök upphitum sem hafði örugglega eitthvað að segja.
- Misstum boltann alltof oft á miðsvæðinu þegar við vorum að byrja okkar sókn.
- Vantaði að stoppa þeirra menn af á miðsvæðinu - þeir komust eiginlega alltaf í gegn og náðu að senda stungubolta innfyrir.
- Vissum of oft ekki hvað við áttum að gera við boltann sem gerði það að verkum að Valsmenn unnu hann og komu hratt á okkur.
- Vantaði betra tal á milli leikmanna - að menn létu vita hvar þeir vildu fá boltann og hverja vantaði að dekka.
- Of mörg ódýr mörk.

Í einni setningu: Alltof stórt tap í fyrsta leik en samt margt gott í gangi - undirbúum okkur bara betur næst og áfram með smjörið.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home