Monday, October 30, 2006

Leikir v Val og Fjölni - mán!

Jebba.

Það voru 3 leikir í dag á gervigrasinu okkar, tveir flottir sigrar og
svo einn svaka skemmtilegur leikur í þokkabót. allt um það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
A lið
Þróttur 10 - Valur 1.

Dags: Mánudagurinn 30.október 2006.
Tími: kl.17.15 - 18.25.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.

Staðan í hálfleik: 4 - 0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 8-0, 8-1, 9-1, 10-1.

Maður leiksins: Anton Sverrir (feit kaka fyrir þennan leik!)

Mörk:

5 mín - Árni Freyr eftir að hafa fengið góða stungu innfyrir. Súper slútt.
22 mín - Anton Sverrir eftir hornspyrnu frá Didda.
32 mín - Arnþór Ari eftir sendingu frá Árna Frey.
34 mín - Anton Sverrir eftir sendingu frá Árna.
37 mín - Anton Sverrir eftir góðan sprett frá Arnþór upp vinstri kantinn.
38 mín - Arnþór Ari eftir að hafa fengið stungu inn fyrir - stakk varnarmennina af.
45 mín - Árni Freyr eftir mikið klafs við markmanninn og einn varnarmann.
48 mín - Árni Freyr eftir afar óeigingjarna sendingu frá Jóel.
50 mín - Anton Sverrir eftir sendingu frá Stebba.
64 mín - Anton Sverrir beint úr aukaspyrnu, stórglæsilegt mark.

Liðið:

Krissi í markinu - Úlli og Valli bakverðir - Addi og Gummi miðverðir - Stebbi og Nonni á köntunum - Diddi og Arnþór á miðjunni - Árni Freyr og Anton frammi. Varamenn: Jóel.

Frammistaða:

Krissi: Afar öruggur - allt til fyrir myndar - tekur næsta víti.
Úlli: Góður leikur þrátt fyrir að vera smá tæpur - og lærið að verða tipp topp.
Valli: Gerði allt vel - hefði mátt koma með fleiri langa bolta alla leið innfyrir.
Addi: Stjórnaði öllu enn og aftur upp á tíu.
Gummi: Klassa leikur - og ekki víti takk.
Stebbi: Spilaði allann leikinn á fullu - klassa leikur.
Nonni: Kláraði allar stöður örugglega.
Diddi: Mjög öruggur og las leikinn afar vel.
Arnþór: Góður leikur - mjög duglegur að stinga sér og fara alla leið sjálfur - meira af því.
Anton S: Feitt á skotskónum - allar týpur af mörkum og líka duglegur að búa færir fyrir aðra.
Árni F: Einn einn klassa leikurinn - allt til fyrirmyndar.

Jóel: Góð innkoma - óheppinn að skora ekki - var svo duglegur að leggja upp færi fyrir aðra.


Almennt um leikinn:

Förum í þessa punkta fyrir KR leikinn!

Í einni setningu: Aftur afar öruggur sigur, flott spil og útkoman mörg flott mörk.

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
B lið
Þróttur 4 - Fjölnir 3.


Dags: Mánudagurinn 30.október 2006.
Tími: kl.18.30 - 19.45.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.


Staðan í hálfleik: 3 - 2.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 2-2, 3-2, 4-2, 4-3.


Maður leiksins: Tryggvi (flott ferna og bókstaflega kláraði leikinn fyrir okkur).

Mörk:

21 mín - Tryggvi vann boltann og slúttaði vel.
23 mín - Tryggvi vann frákastið og jafnaði leikinn.
27 mín - Tryggvi fékk boltann innfyrir og kláraði vel.
39 mín - Tryggvi með sitt fjórða takk fyrir.

Liðið:

Kristó í markinu - Silli og Danni I bakverðir - Mikki og Sindri miðverðir - Kommi og Daði á köntunum - Viðar og Dagur á miðjunni - Tryggvi og Salomon frammi. Varamenn: Viktor - Danni Örn og Davíð Þór.

Frammistaða:

Kristó: Ágætis leikur - var vel á tánum og varði oft vel. Spurning með staðsetninguna í öðru markinu.
Silli: Góður varnarleikur - allt til fyrirmyndar.
Danni I: Barðist og varðist mjög vel - fínn leikur.
Mikki: Fínn talandi og varðist oft mjög vel - óheppinn í þriðja markinu.
Sindri: Öflugur í miðverðinum - hefði viljað fá fleiri langa bolta í gegn.
Kommi: Vantaði að fá boltann meira - en kom sér betur inn í leikinn á miðjunni - klassa vinnsla í seinni hálfleik.
Daði: Góður leikur - mikið í boltanum og kom honum vel frá sér.
Viðar: Mjög seigur á miðjunni - klassa samvinna með Degi.
Dagur: Einnig góður á miðjunni - flottar sendingar innfyrir trekk í trekk.
Salomon: Í heildina góður leikur - mjög hraður og hættulegur. Passa bara að láta ekki andstæðingin trufla mann við aðalmarkmiðið; að skora og vinna.
Tryggvi: Varla hægt að eiga betri leik - fá svona leik alltaf takk.

Viktor: Fín innkoma og kláraði leikinn vel.
Dabbi: Ágætis leikur á kantinum - mætti vera grimmari að bruna upp kantinn og fá fleiri fyrirgjafir.
Danni Örn: Var soldið áttavilltur en barðist samt eins ljón.


Almennt um leikinn:

Förum í þessa punkta fyrir KR leikinn!

Í einni setningu: Hörku leikur, mikill baráttuleikur sem kennir okkur vonandi það að slaka aldrei á fyrr en dómarinn flautar leikinn af og að við verðum alltaf að halda haus og spilað agað (danni fimm bónus stig).

- - - - -

4.flokkur - Haustmótið
C lið
Þróttur 1 - Fjölnir 3.


Dags: Mánudagurinn 30.október 2006.
Tími: kl.19.50 - 21.00.
Völlur: Gervigrasið í Laugardal.


Staðan í hálfleik: 0 - 1.
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 1-2, 1-3.


Maður leiksins: Sindri (Létvel heyra í sér allann leikinn, kom vel út á móti og bjargaði okkur trekk í trekk).

Mörk:

55 mín - Ólafur Frímann með klassa skot úr miðjum teignum.

Liðið:

Sindri í markinu - Eyjólfur og Guðmundir Ingi bakverðir - Högni og Guðbjartur miðverðir - Guðmundur S og Arnþór á köntunum - Siggi T og Ólafur Frímann á miðjunni - Seamus og Eiður Tjörvi frammi. Varamenn: Þorgeir - Hilmar og Magnús Helgi.

Frammistaða:

Sindri: Brilliant leikur - varði vel, var grimmur og bjargaði okkur trekk í trekk.
Eyjólfur: Varðist vel - óheppinn að meiðast í byrjun en kom svo grimmur aftur.
Guðmundur Ingi: Í heildina góður leikur - en má vera grimmari að fá boltann aftur frá samherja.
Högni: Allt í öllu í vörninni - en vantaði að reka betur út og fylgja betur með í sókninni.
Guðbjartur: Ágætis leikur - var góður að finna menn í lappir og hefja sókn.
Guðmundur S: Varðist vel en vantaði aðeins að bjóða sig aftur eftir að hafa skilað honum frá sér.
Arnþór: Fínn leikur - þarf líka að skýla boltanum aðeins betur og finna svo rétta kostinn.
Siggi T: Leið vel á miðjusvæðinu - var í mikilli baráttu og átti fínan leik.
Ólafur Frímann: Mjög öflugur á miðjunni - tók oft af skarið og hefði bara átt að fara alla leið upp völlinn oftar.
Seamus: Tók vel á því en vantaði meiri aðstoð frammi - hefði samt getað sett hann í lokin en var óheppinn.
Eiður Tjörvi: Reyndi að djöflast frammi en þarf að skýla boltanum betur fyrir andstæðingnuu.

Þorgeir: Í ágætismálum á kantinum - hefði mátt koma sér meiri inn í leikinn og koma meir inn á miðjuna þegar boltinn er hinum megin.
Hilmar: Klassi að hann sé byrjaður aftur að æfa - var sprækur á kantinum og þarf nú bara að koma sér í gott leikform.
Magnús Helgi: Kom snemma inn á og var á fullu allann leikinn. Varðis vel en þarf að passa að fylgja betur með þegar við förum í sókn.

Almennt um leikinn:

Förum í þessa punkta fyrir KR leikinn!

Í einni setningu: Í heildina góður leikur, vörðumst afar vel á köflum en það vantaði meiri kraft og fleiri leikmenn að sækja fram á við.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home