Sunday, October 22, 2006

Leikir v Leikni - mán!

Jebba.

Tveir leikir upp í Breiðholti í kuldanum í dag. Tveir stórsigrar
og langt síðan við höfum verið í svona miklu stuði! Allt uma það hér:

- - - - -

4.flokkur - Haustmót.
A lið.
Þróttur 10 - Leiknir 1.

Dags: Mánudagurinn 23.október 2006.
Tími: kl.17.15 - 18.25.
Völlur: Leiknisgervigras.

Staðan í hálfleik: 0 - 4.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 5-1, 6-1, 7-1, 8-1, 9-1.

Maður leiksins: Árni Freyr (ekki allir sem skora fimm í leik takk fyrir (minnir samt að ég hafi gert það ´92 á yngra ári í fjórða út í skotlandi á móti clyde)).

Mörk:

20 mín - Árni Freyr prjónaði sig í gegn eftir góða sendingu frá Antoni S.
26 mín - Árni Freyr slúttaði aftur vel eftir sendingu frá Arnþóri.
29 mín - Árni Freyr var aftur á ferð og núna eftir sendingu frá Gumma.
34 mín - Kommi kom ferskur inn og sett fjórða markið eftir geggjað spil við Vidda.
41 mín - Tryggvi með flott mark eftir ótrúlega netta sókn, Anton S með sendinguna.
49 mín - Tryggvi með sitt annað mark eftir að Leiknismenn misstu boltann klaufalega.
51 mín - Árni Freyr með flotta marka án þess að lánlausir Leiknismenn gátu eitthvað gert.
53 mín - Tryggvi kláraði vel eftir að aukaspyrna utan að velli frá Gumma barst til hans.
55 mín - Árni Freyr með góða afgreiðslu eftir að boltinn barst til hans eftir klafs.
65 mín - Arnþór Ari lokaði markareikningnum eftir góða sendingu frá Antoni S.

Vallaraðstæður: Ertaðgrínast hvað var kalt - en völlurinn afar góður (hefði ekkert á móti svona grastýpu niður í laugardal) og 66 gráðu úlpann og adidas húfann að gera fáránlega gott mót.

Dómarar: Einn ungur gaur sem var sóló - ekkert smá traustur.
Áhorfendur: Var hissa að sjá hve vel var mætt í kuldann lengst upp í sveit.

Liðið:

Krissi í markinu - Úlli og Nonni bakverðir - Addi og Valli miðverðir - Diddi og Arnþór Ari á miðjunni - Gummi og Tolli á köntum - Árni Freyr og Anton Sverrir frammi. Varamenn: Stefán Tómas - Tryggvi - Kommi - Viðar Ari og Kristófer.



Frammistaða:

Krissi: Lítið að gera í dag - en gerði allt rétt þegar boltinn barst til hans.
Úlli: Vörnin var afar solid í dag - át alla bolta - þarf samt að passa að rjúka ekki mennina.
Nonni: Vörnin var afar solid í dag - soldið að horfa á stelpuna frammi! en allt til fyrirmyndar.
Addi: Vörnin var afar solid í dag - stjórnaði vörninni aftur eins og miðvörður á að gera.
Valli: Vörnin var afar solid í dag - leysti þessa stöðu alveg jafn vel og bakvörðin.
Diddi: Miðjan einnig traust í dag - lét boltann rúlla frá hægri til vinstri og öfugt - klassa leikur.
Arnþór: Miðjan einnig traust í dag - mikið í boltanum og lokaði vel á þeirra menn.
Gummi: Fanns sig kannski ekki alveg nógu vel á kantinum í dag en gerði samt allt rétt.
Tolli: Hefði viljað sjá fleiri spretti upp kantinn og fleiri fyrirgjafir - en átti samt góðan leik.
Árni: Algjörlega "on fire" í dag - skólabókardæmi um hvernig á að klára færin sín.
Anton S: Er allt í öllu í sóknarleik okkar og að leggja upp mörk hægri vinstri.

Kommi: Fín innkoma og þvílíkt flott mark.
Stebbi: Afar mikið í boltanum og átti klassa leik vinstra megin.
Tryggvi: Öflugur í dag, kláraði færin sín afar vel og hefði getað bætt við mörkum.
Viddi: Naut sín vel á miðjunni. Bjó til fullt af færum og lét boltann rúlla afar vel.
Kristó: Fékk náttúrulega lítið að gera - en skilaði boltanum einnig vel frá sér þegar það átti við - spurning með staðsetningu í markinu!

Almennt um leikinn:

+ 10 mörk skoruð - ekki hægt að biðja um meira.
+ Létum boltann rúlla vel - tókum fáar snertingar og fundum lausa menn eins og skot.
+ Lokuðum á allt sem Leiknismenn gerðu - og "bökkuðum hvorn annan vel upp hvar sem er á vellinum.
+ Bjuggum til hvert færið á fætur öðru (liverpool style (eða hvað)).

- Markið sem við fengum á okkur - hefðum kannski getað gert betur þar!
- Getum lesið leikinn aðeins betur, þ.e. upp á bolta nr.2 (það sem að leikmaðurinn sem þú gefur á, á að gera við boltann).
- Vantar alltaf aðeins meira tal hjá sumum.

Í einni setningu: Stórsókn allann leikinn sem skilað tug af mörkum í kassann og öruggum þremur stigum (af hverju vinn ég ekki í íþróttadeild moggans?)

- - - - -

4.flokkur - Haustmót.
B lið.
Þróttur 9 - Leiknir 0.


Dags: Mánudagurinn 23.október 2006.
Tími: kl.18.25 - 19.35.
Völlur:
Leiknisgervigras.

Staðan í hálfleik: 2 -0.
Gangur leiksins: 1-0, 2-0, 3-0, 4-0, 5-0, 6-0, 7-0, 8-0, 9-0.

Maður leiksins:
Salomon (vaknaði í seinni hálfleik og kláraði færin sín mjög vel).

Mörk:

18 mín - Reynir braut ísinn eftir að við höfðum legið í sókn frá fyrstu mínútu.
26 mín - Jóel með flott langskot.
40 mín - Salomon einnig með skot langt utan að velli.
45 mín - Salomon með lúmskt skot í vinstra hornið, eftir góða sendingu frá Silla.
50 mín - Salomon með sitt þriðja mark, öflugt skot sem markmaðurinn átti ekki breik í.
52 mín - Danni Örn kláraði örugglega eftir sendingu frá Salomoni.
54 mín - Reynir slúttaði vel eftir mistök hjá Leiknismönnum.
60 mín - Danni Örn með fínt skot.
66 mín - Salomon átti svo síðasta orðið.

Vallaraðstæður: Orðið ansi kalt um þetta leytið en völlurinn enn fínn og engin með neitt tuð.
Dómarar: Sami gaur og áðan held ég - stóð sig eins og kiddi jak.
Áhorfendur: Sá ekki marga en held að allir hafi laumupokast inn í bílunum!


Liðið:

Kristó í markinu - Davíð Þór og Daði Þór bakverðir - Mikki (c)og Silli miðverðir - Salomon og Viktor B á köntunum - Danni Örn og Reynir frammi. Varamenn: Orri og Sindri.



Frammistaða:

Kristó: Ekki feilspor þær mínútur sem hann spilaði.
Dabbi: Bjargaði okkur í hægri bakk í dag - getur greinilega spilað allar stöður.
Daði Þór: Las leikinn afar vel og skilaði boltanum alltaf vel frá sér.
Mikki: Fínn leikur - var óhræddur að gera meira með boltann en vanalega. Meira af þessu takk.
Silli: Góður leikur bæði í vörninni og á kantinum - spurning hvor staðan henti betur.
Salomon: Afar hættulegur og ógnandi - svaðaleg vinstri löpp og klassa mörk.
Dagur: Aftur afar góður leikur í alla staði.
Viktor: Klassa leikur hægra megin - hlusta núna ekki á neitt væl um að vera vinstra megin :-)
Danni Örn: Vann vel með Reyni frammi - kláraði sín færi og lagði líka upp - brilliant.
Reynir: Afar sprækur frammi, kláraði vel og bjó líka til fyrir aðra.

Orri: Klassa leikur - vel á tánum þrátt fyrir kuldann.
Sindri: Eins og kóngur í miðverðinum - þarf samt að passa að láta ekki teyma sig of langt út.

Almennt um leikinn:

+ Ólíkt Framleiknum þá kláruðum við færin okkar "eins og ljónið" - og strákar - þetta getum við gert í öllum leikjum sem framundan eru.
+ Létum meira vaða á markið en vanalega.
+ Átum allt í vörninni og skiluðum boltanum á miðjumennina okkar eins og atvinnumenn.
+ Fullt af leikmönnum að banka á A liðs dyrnar.

- Reyndum stundum að troða okkur í gegnum miðjunni í stað þess að fara upp kantana.
- Misnotuðum nokkur afar góð færi rétt við markteiginn!
- Eins og í hinu liðun þá mætti vera meira tal milli manna - stjórna betur hvor öðrum.

Í einni setningu: Leiknismenn áttu aldrei breik, vorum "aggressífir" allann leikinn og uppskárum eftir því.

- - - - -

1 Comments:

At 11:59 PM, Blogger 4fl said...

tek á mig að hafa tekið fyrri myndina áður en allir voru mættir. sumir svo ekki alveg að líta í cameruna. og menn bara ekkert að frjósa á seinni myndinni. og soldið að fórna mér að vera á hvorugri myndinni!

 

Post a Comment

<< Home