Fös!
Sælir meistarar.
26 mættir í dag í ekki svo spes veðri - vona samt að flestir hafi verið með útilegu-afsökun en ekki í sófanum! Oft séð menn sprækari í spilinu - verðum að fara að setja okkur í gang - fullt af leikjum í næstu viku.
Tókum vító í lokin - kallinn var eins og vanalega, eins og kisa í markinu. En Andri Már tók etta á endanum eftir að Jónas Bragi skaut framhjá. Andri á inni vegleg verðlaun (sem minnkuðu samt aðeins því hann hvorki fór né horfði á mfl leikinn í gær). Engin þorði samt að taka totti 1 né totti 2 á etta (hann er b.t.w. jafn gamall og ég)!
Föstudagur á morgun (óje), við ætlum að tvískipta hópnum, og vera með mismunandi prógrömm:
- Yngra ár - Hjólaferð + sparkvöllur + sund - Mæting niður í Þrótt kl.10.00 - Búið ca.13.30 (látum veðrið ekki á okkur fá) - Taka með sund dót og penge fyrir sundinu og léttu gúffi (t.d.500kr).
- Eldra ár - Óvissuæfing - Mæting niður í Þrótt kl.15.00 - búið ca.17.00 - Koma með smá hressingu með sér (t.d.kristall+ og ostaslaufa)!
Vona að sem flestir komist, þannig að þetta verði sem skemmtilegast. Bjallið í okkur ef það er eitthvað (teddi:eldri og ingvi:yngri). Alrighty.
Sjáumst á morgun,
The Gang.
- - - - -
8 Comments:
Hæ - er á ættargolf móti á morgun og ætla að vinna það, haha. Góða skemmtun Kv Sveinn Andri
Kemst ekki á morgun sorrý.er að fara í útilegu ):
á að mæta í fótblendóten???
hey kemst ekki á æfingu er að fara i veiði
sry komst ekki í dag (fimmtud.)
var í afmæli :(
-Brynjar
jam, mæta sportý!
kemst ekki er að fara í útilegu :(
Gunnar
heyy kemst ekki á æfingu i dag, en kem heim á sunnudag:)
-Birkir örn
Post a Comment
<< Home