Thursday, August 13, 2009

Fös - esjan!

Ble.

42 létu sjá sig í dag, sem er klassi. Gunni og Aron enn á injury list, Jakob allur að koma til, Heimir skráir sig fljótlega og svo er Arnar G mættur á klakann í nokkrar vikur. Aðrir væntanlega í fríi, en allir ættu að vera klárir í næstu viku þegar vika er í skólann :-/

Vona að ísinn hafi hresst menn í lok æfingarinnar - grænn hlunkur varð fyrir valinu í dag, svo bara toppur næst!

Við stefnum upp Esjuna á morgun, búið að vera á planinu í allt sumar. Vonum bara að það verði engin þoka og þokkalegt veður (annars set ég nýtt plan um hádegisleytið)!

- Fös - Esjuganga - Allir + foreldrar og systkini - kl.16.30 - 18.30.

Mæting bara við Esjurætur (aðeins lengra en Mosfellsbær) - þannig að reynið endilega að sameinast í bíla - dobbla gamla settið með í gönguna (og systkini :-) Ef einhver er alveg fastur má bjalla í kallinn og ég reyni að "fiffa" fari.

Menn í formi fara upp á topp á ca. klukkutíma og aðeins sneggri niður. Annars er ekkert mál að fara á sínum hraða. Hérna er gróf leið! Passið að vera ágætlega skóaðir (ekki mælt með vans). Endum á teygjum, spjalli og vatnsdrykkju í lokin, svo er audda ljúft að skella sér í pottinn!

Vona að sem flestir komist (enga leti).
Þetta er fín hreyfing og þjappar okkur meira saman :-)
Ingvi - RoadtripTeddi og hvað er Sindri eiginlega búinn að vera lengi á Spáni!



- - - - -

10 Comments:

At 1:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Á maður að koma með nesti?

 
At 10:05 AM, Anonymous Anonymous said...

Sælir Teddi og Ingvi, Sveinn Andri, Anton Orri, Stefán og Andri eru að fara að labba fimmvörðuhálsinn og komast því ekki á Esjuna. Kveðja Ásta (Sveinn) og Edda (Andri)

 
At 10:57 AM, Anonymous Arnar P said...

ég kemst ekki á esjuna er að fara norður.

 
At 12:10 PM, Anonymous Palli said...

hey ég er að fara norður í veiðiferð þannig ég kemst ekki :/

 
At 1:03 PM, Anonymous óli said...

er að fara i útileigu þannig ég kemst ekki

 
At 1:36 PM, Anonymous Njörður said...

er eikkað illt aftan á lærinu þannig ég kemst því ekki upp á esjuna með ykkur

 
At 2:58 PM, Anonymous ingvi said...

frjálst að koma með nesti - en annars bara nóg að drekka :-)

 
At 5:25 PM, Anonymous Anonymous said...

afsakið hvað þetta kemur seint inn. en ég var i afmæli svo ég komst ekki i ferðina:(

-Birkir öörn

 
At 7:05 PM, Anonymous Kristjón said...

sorrý gleymdi að skrifa það að ég koms ekki út af því að ég var ekki með neitt far og var bara að taka eftir að ég hefði getað hringt í þig (ingvi) :S.

K.v Kistjón geir

 
At 11:00 AM, Anonymous Anonymous said...

eg er að fara í veiðiferð og kem ekki fyrr en á þriðjudaginn :)

kv.höddi

 

Post a Comment

<< Home