Fös - vatnsblöðruæfing!
Jamm.
Gerðum flotta ferð upp á Akranes nú rétt í þessu. Báðir leikir unnust og báðir með markatölunni 1 - 4. Mörkin í A skoruðu Daði (3) og Stebbi, og mörkin í B skoruðu Andrés Uggi, Aron Brink, Logi og Breki. Bara brilliant. Hægt að skoða stöðuna á ksí.is!
Næst á dagskrá:

- Fös - Æfing - Allir - Suðurlandsbraut - kl.15.30 - 17.10.
Skiptum í 2-3 hópa, tökum hressa upphitunaræfingu, ferska sendingaræfingu og úrvals skotkeppni - og loks nett spil. Eftir æfingu endum svo á smá hefð í 4.flokki: yngra árið boðið velkomið í unglingadeildir skólanna með smá vatnsblöðrufjöri á æfingu. En ath: þetta er bara til gamans gert - þetta verður engin kvikindisskapur - bara fjör. Og eftir það má heldur ekki "bögga" (busa) yngra árs leikmenn á neinn hátt, það er alveg ljós.
Strákar á eldra ári: í lagi að koma með ykkar vatnsblöðrur ef þið getið - annars komum við með um 4 stk á mann (ekkert annað leyft, s.s. flöskur, fötur). Strákar á yngra ári: engar pollabuxur leyfðar!
Sjáumst sprækir á morgun,
Ingvi - Teddi og Sindri (verður líka bleyttur).
p.s. eftir helgarfrí er svo B og C liðs leikur v Fylki á mánudag (fylkir er með tvö c lið), æfingar í vikunni og loks A og B v Fjölni á fimmtudaginn.
- - - - -
5 Comments:
en er ekki refsing fyrir gaura á yngra árinu ef þeir mæta ekki
kv höddi
koma með þær fylltar eða?
já, koma fylltar. og nei, engin refsing. gerum ekki of mikið úr þessu.
kemst ekki á æfingu á morgun er að fara í sumarbústað
Tad aetti ad mega bleyta tig fyrir ad leyfa sindra ad bleyta okkur fyrr i sumar med tessu sem er notad til ad vokva vellina
Post a Comment
<< Home