Fimmtudagsleikir og fleira.....
Sælir strákar
-
Það voru einbeittir og þróttmiklir Þróttarar sem að mættu í leikina í dag.
-
Það skein sigurvilji úr augum leikmanna og allir greinilega klárir í slaginn. Og því fór sem fór, eins og sagt er "að menn uppskeri því sem að þeir sá".
-
Niðurstaða var sigur í A og B og var það mjög sanngjarnt.
-
A liðið
-
Var smá tíma að finna leiðina í netið en það koma á endanum og Jóvan smellti 4 kvikindum í netið og Stebbi kláraði þetta með 1 í lokin. Menn virkuðu mjög vel á mig í leiknum og það kemur mér ekkert á óvart að þetta lið sé að berjast í hæðstu hæðum í sínum riðli. En munið að mótið er ekki búið það er einn leikur eftir og það væri leiðinlegt að þurfa að segja "Við unnum næstum því A riðilinn". Niðurstaða 5-0 fyrir os.
B liðið
Virkaði líka vel á mig og var það Kaldal sem að smellti boltanum í vinkilinn með góðu skoti utan af vellinum. Stebbi setti eitt eins og venjulega og að sökum elli er ég búinn að gleyma hinum tveimur markaskorurunum, sorry. Niðurstaða 4-1 fyrir os.
Munið, það er leikur á morgun hjá C liðinu kl 17:00, mæting kl 16:00 niður í klefa.
Nú er bara að klára þrennuna og klára þennan C liðs leik með sigri á morgun.........en liðið kemur inn í fyrramálið.
Over and out
Gamli, ungi, yngstur
2 Comments:
diss,það var ég og bjarni
kv. Andri
a liðið er komið áfram
Post a Comment
<< Home