Ísl mót v Fjölni - fös!
Jess.
Síðasti leikurinn v Fjölni í rimmunni - tókum báða í gær og nú var bara að klára dæmið - og gulltryggja okkur í fyrstu þrjú sætin. Allt um það hér:
- - - - -
- Hvaða leikur: C lið v Fjölni í Íslandsmótinu.
Tími: kl.17.00 - 18.15.
Völlur: Suðurlandsbraut.
Dómarar: Bolli og Ævar fórnuðu æfingu og voru virkilega flottir.
Aðstæður: Suddinn alveg að syngja sitt síðasta, en slapp og veðrið líka flott.
Staðan í hálfleik: 9 - 0.
Lokastaða: 10 - 0.
Mörk: Sigurjón (3) - Arnar G (2) - Sigurður Þór (2) - Jakob Gabríel - Skúli - Gabríel Ingi.
Maður leiksins: Sigurjón (endaði seasonið með stæl).
Liðið: Hallgrímur Snær í markinu - Andrés og Hörður Gautur miðverðir - Jakob Gabríel og Ýmir bakverðir - Óli fyrir framan vörnina - Arnar G og Skúli á miðjunni - Gabríel Ingi og Sigurður Þór á köntunum - Guðmundur Örn einn frammi. Varamenn: Kári, Kristjón Geir, Sigurjón, Marteinn Þór og Pétur Jökull.
Frammistaða:
Menn voru nánast allir að skila topp leik. Vörnin var afar solid, átu alla bolta og unnu vel saman. Arnar átti mjög góðan leik, er allur að komast inn í "íslenska systemið" :-) Sigurjón var virkilega öflugur í dag, sem og á móti Fylki síðasta mánudag.
Almennt um leikinn:
Tók okkur smá tíma að komast í gang, en þegar það tókst þá völtuðum við yfir þá. Mér fannst við samt sækja of mikið upp miðjuna, beint í þvöguna! Verðum að leysa það betur, hlaupa í eyður og skipta um kanta. En það kom þá ekki að sök, við vorum virkilega grimmir að spóla okkur í gegn og klára með skoti.
Stundum vantaði að leysa betur úr pressu, of margir horfa bara á, verða að losa sig og koma í aðstoð. Svo þurfum við að passa að vera vel á tánum þegar langi boltinn er að koma frá þeim og innfyrir - eiga alltaf nokkra metra á þá.
Annars komu með mjög vel gíraðir inna á, allir voru að leggja sig vel fram. Varnarleikurinn var perfect, þeir áttu ekki breik í okkur. Voru með nokkra snögga stráka en við sáum alltaf við þeim.
Virkilega flott að enda mótið svona, lokastaðan 3.sætið í riðlinum. Getum kannski grátið Leiknisleikinn smá - en í heildina stóðu þið ykkur virkilega vel. Látum okkur bronsið nægja að sinni og tökum gullið næst!
Liðstjóri: - Vantaði :-(
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home