Þrið - leikir v Hauka!
Sælir strákar.
Við erum byrjaðir aftur á fullu eftir fríið - tvær vikur í skólann - ca.4 leikir á lið eftir í Íslandsmótinu - og ca.7 vikur í flokkaskiptin (en nú er ég kannski aðeins kominn of langt).
Leikurinn: Við mættum sem sé Leikni fyrr í dag í C liðum. Veit ekki hvort að menn hafi verið ennþá í fríi í huganum eða hvort gerivgrasið hafi verið að trufla menn, en lokatölur 0-0 í frekar daufum leik. Ekki líkt okkur að skora ekki í heilar 70 mínútur - og held að þetta sé fyrsta 0-0 jafnteflið þetta tímabil!
Æfingin: Fínasta mæting og mér fannst við gíra okkur nokkuð vel upp fyrir morgundaginn. En eins og ég nefndi í lok æfingarinnar þá er allt of mikill pirringur í gangi hjá sumum leikmönnum, nefni engin nöfn og veit ekki hver ástæðan getur verið - en í guðs bænum reynið að vera jákvæðari, hvetja og leiðbeina með betri tón og hafa meira gaman af boltanum, alle sammen.
En sem sé tveir leikir v Hauka á morgun, þriðjudag, á þeirra heimavelli. Undirbúum okkur vel og mætum í topp standi:
- A lið v Hauka - Mæting kl.16.10 upp á Ásvelli (litli skúrinn) - keppt frá kl.17.00 - 18.15:
Hörður Sævar - Njörður - Stefán Pétur - Daníel L - Elvar Örn - Jökull Starri - Sveinn Andri - Anton Orri - Páll Ársæll - Jón Konráð - Andri Már - Jovan - Daði - Birkir Már.
- B lið v Hauka - Mæting kl.17.30 upp á Ásvelli (litli skúrinn) - keppt frá kl.18.20 - 19.35:
Varamenn í A liðs leiknum + Vésteinn Þrymur - Jónas Bragi - Birkir Örn - Aron Brink - Arnar P - Björn Sigþór - Breki - Bjarni Pétur - Andrés Uggi - Daníel Þór - Viktor Snær - Þorkell - Jón Kaldal - Hörður Gautur.
Ok sör, alles klar. Það verður spilað á grasi (ef einhverjir voru að velta því fyrir sér).
Frí hjá þeim sem ekki keppa (bónusstig ef einhver kemur í bíltúr að horfa).
Heyrið svo í mér ef það er eitthvað.
Tökum á essu, vilji + kraftur.
Ingvi - Teddi - Sindri.
- - - - - -
4 Comments:
0-0 vs grótta b lið
ah, vel munað. teddi með báða leiki - tekur etta á sig :-/ djók. stig er stig.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=79730 ert þetta ekki þú Ingvi?
jújú, stemmir. bónusstig á þig. reyndar síðan í fyrra. og á móti trausta sem var í þrótti, en fór aftur á lán til hvatar. takið eftir perfect bili milli varnarmanns og sóknarmanns og vel á tánum - og ekki skemmir greiðslan og skeggið fyrir!
Post a Comment
<< Home