Mán!
Sælir meistarar!
Ætla ekki að koma með neina svaka ritgerð núna - hún bíður aðeins. Það liggur fyrir að við unnum einn leik í dag en töpuðum einum. Var alveg ánægður með vinnsluna í mönnum í A liðs leiknum en við spiluðum langt undir getu og því fór sem fór (0 - 2 tap). B liðið mætti mjög tilbúið til leiks og uppskar sanngjarnan 3-0 sigur (kaldal - andri már og brink).
Lokastaðan í riðlunum var því þessi:
- A lið: 3.sæti í riðlinum (8 sigrar - 2 jafntefli og 1 tap).
- B lið: 4.sæti í riðlinum (7 sigrar - 3 jafntefli og 1 tap).
- C lið: 3. sæti í riðlinum (8 sigrar - 2 jafntefli og 1 tap).
Virkilega flottur árangur strákar - það verður ekki tekið frá ykkur. Erum virkilega stoltir af ykkur, búnir að standa ykkur mjög vel. Það er svo sem alltaf hægt að svekkja sig á einhverju, en bara frekar læra af því, setja það í reynslubankann og gera betur næst.
Set inn vikuplanið annað kvöld - Undirbúningur hjá A liðinu fyrir úrslitakeppnina um næstu helgi (leikur á fös, laug og sun - ekki ákveðið hvar á landinu) byrjar á þriðjudag, og jafnframt verða æfingar hjá öðrum, en kannski með öðrum áherslum.
Sem sé frí á æfingu á morgun, mánudag, en "audda" mæta allir á Valbjörn og horfa á mfl mæta FH:
- Mán - Þróttur v FH - Valbjörn - kl.18.00.
Boltasækjarar mæta hálftíma fyrr, ég bóka fyrstu 8 sem skrá sig í commentakerfið (og minni á að þetta er sjónvarpsleikur).
Ok sör.
Heyrumst svo betur,
ingvi - teddi - sindri.
- - - - -
11 Comments:
eg skal vera..
hey var að pæla komast eitt eða tvö lið uppúr milliriðlinum sem er næstu helgi??
eitt lið kemst upp úr hvorum riðlinum og þau fara í úrslitaleik;)
ég skal vera boltasækjari :D
-Aron Brink
ég skal
-pétur jökull
ég skal :)
eg skal vvera boltasækir:)
Klassi. Aron Br - Pétur Jökull - Nonni og Breki klárir. Nú vantar bara fjóra.
Sælir eru úrslitin hjá A í V-eyjum ?
reddí í boltasækjarann
-Palli
svo er bara Haukur páll farinn til Norge
Post a Comment
<< Home