Friday, August 21, 2009

Helgin!

Jó.

Þvílíkur skandall að hafa ekki verið með cameru í dag :-( Vatnsfjörið heppnaðist vel í lokin - vona að engin á yngra ári hafi þótt þetta of slæmt - voru þar með nokkurn veginn boðnir velkomnir í unglingadeildirnar. Bið svo leikmenn á eldra ári að fara extra vel með sitt yngra ár í sínum skólum, ef ég heyri um eitthvað bögg verða menn látnir hlaupa (hratt).

Sjálf æfingin í dag var samt ekkert spes - tek það á mig. Samt góð mæting og á hreinu að við mætum klárir í B og C liðum á mánudaginn v Fylki. Líka gaman að sjá Sidda loksins á svæðinu.

En það er sem sé skollið á helgarfrí, væntanlega síðasta í bili (í september munum við æfa þrisvar sinnum á virkum dögum og einu sinni um helgar). Minni menn samt að hópa sig saman á sunnudag og kíkja á ÍBV v Þróttur í mfl á stöð 2 sport kl.18.00 - taka megavikuna á etta með leiknum! Svo er reyndar líka menningarnótt á morgun - allt að gerast í bænum :-)

Skólasetning á mán - bara gott mál, hitta stelpurnar aftur og svoddann!
Munið svo: B og C lið v Fylki á mánudag, set liðinn inn mánudagsmorgun (helle söndag fer í eyjatrip)!

Góða helgi piltar.
Ingvi - Teddi - Sindri.

- - - - -

2 Comments:

At 11:46 PM, Anonymous breki said...

hei Palli Breki hérna ég er með skóna þína.

 
At 2:48 PM, Anonymous ingvi said...

ánægður með etta, passa upp á félagana :-) samt bannað að hefna sín og bleyta skóna!

 

Post a Comment

<< Home