Wednesday, March 18, 2009

Fim - aukaæfingar!

Sælir piltar.

Tvennt í gangi á morgun, fimmtudag; Nokkrir á eldra ári eru boðaðir á úrtaksæfingu upp í Egilshöll fyrir Reykjavíkurúrvalið og nokkrir á eldra ári eru boðaðir á 3.flokks æfingu. Vona að allt sé klárt. Það er frí hjá öðrum, en æfingar á föstudaginn (sem ég set inn á morgun, enn sjens á æfingaleik hjá yngra árinu).

- Fim - Úrtaksæfing - Egilshöllin - kl.18.00 - 20.00: Vésteinn Þrymur - Daði - Anton Orri - Jón Konráð - Sveinn Andri - Aron Bjarna.

- Fim - 3.flokks æfing - Gervigrasið - kl.18.30 - 20.00: Elvar Örn - Stefán Pétur - Njörður - Árni Þór - Arnar P - Björn Sigþór.

Bara mæta sprækir og standa sig. Mjög mikilvægt er að láta mig vita ef þið komst ekki.
Mæli svo með að aðrir taki 5 v 5 á sparkvellinum í laugó eða 2 v 2 í búrinu í vógó :-)
En heyrumst svo allir á föstudaginn.
Ingvi, Teddi og co.

p.s. það er seinni "sjens" til að máta þróttaratreyju á morgun, fimmtudag, fyrir þá sem komust ekki síðast. Mjög mikilvægt er að mæta og klára þetta. Þetta er kl.17.00 - 18.00 í stóra salnum niður í Þrótti.

p.s. seinasti sjens á morgun, fimmtudag, fyrir leikmenn á eldra árið að láta vita hvort þeir ætli með í æfingaferðina til Grindavíkur um næstu helgi - koma svo, láta heyra í sér!!!


p.s. á úrtaksæfingunni verður spilaður leikur - það verða svo 14 leikmenn valdir í þetta Reykjavíkurúrval, og mun það fara út í maí og keppa á svokölluðum borgarleikum. Meira um þetta seinna en augljóslega til mikils að keppa. Valdimar, þjálfari 4.fl Fylkis er með yfirumsjón með valinu.

- - - - -

4 Comments:

At 3:42 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ, Andri Már ætlar með í æfingarferðina. Er tognaður aftan í læri og þarf að fara rólega.

 
At 5:32 PM, Anonymous Anonymous said...

fékkstu ekki tölvupóstinn?.. allavega þá kem ég með!!

 
At 7:32 PM, Anonymous Anonymous said...

ég kem með í ferðalagið

 
At 8:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Fékkst örugglega sms-ið í dag en ætla bara tryggja það ég km með í ferðina :D kv Aron Bjarnason.

 

Post a Comment

<< Home