Æfingaferð eldra ársins!
Sælir strákar (á eldra árið)!
Það verður viku seinkun á ferðinni okkar til Grindavíkur (nýja höllin þeirra er ekki ennþá búin að fá samþykki byggingaryfirvalda - en stefnt á opnun núna um helgina).
Þannig að nýja dagsetningin er: Laugardagurinn 21.mars - sunnudagurinn 22.mars.
Stefnt er að leggja í hann eftir hádegi, taka 1-2 æfingar, horfa á enska boltann, kíkja í sund, detta á "pedsu", kvöldvaka og ræma, leikur v Grindavík á sunnudeginum og enda svo í lóninu.
Gróft mat á fjárútlátum er ca.4000kr. Þeir sem ætla að vera duglegir að selja klósettpappír fara náttúrulega létt með að vinna sér inn fyrir þessari ferð. Ekki nema 4 sölur og málið dautt.
Set skráningarmiða á menn á fimleikaæfingunni á morgun, sem á svo að skila fyrir helgi.
Svo kemur nánari dagskrá í kringum næstu helgi.
Líf og fjör.
Ingvi og Teddi.
p.s. skilst að það sé handboltatúrnering sömu helgi, en gerum ráð fyrir að óskar plöggi að þeir leikir séu fös/laug þannig að menn myndu skila sér suður um kvöldið!!
- - - - -
0 Comments:
Post a Comment
<< Home