Saturday, March 07, 2009

Jamm jamm!

Sælir piltar.

Það fór ekki vel hjá okkur í dag - menn kannski bara klárir á sínum leik þannig að hérna koma nokkrir punktar um hina:

- A lið: 1 - 2 tap. Skyldist á Tedda að þetta hafi verið naumt tap, að við hefðum átt fullt í leiknum og alls ekki verið síðari aðilinn. En samt einhver atriði sem þarf að laga.

- B lið: 2 - 7 tap. Eftir að hafa komist í 2 - 0 þá var eins og við duttum úr sambandi, misstum leikinn niður í jafntefli í hálfleik, og leyfðum þeim svo að valta yfir okkur í seinni hálfleik. Ótrúlega lítil stemmning í mönnum, 2-3 að spila á getu en aðrir langt undir "meðaltali"! Ég trúi ekki að menn nenni að spila annan svona leik í mótinu.

- C lið: 1 - 6 tap. Frekar kaflaskiptur leikur. Börðust nokkuð vel nema kannski alveg í blálokinn. Þeir voru samt mun hættulegri fram á við og kláruðu sín færi á meðan við gerðum það ekki.


Nú þurfum við bara að laga það sem klikkaði í dag. Nóg að gera hjá okkur og ykkur strákar. Þrjár vikur í næsta leik, sem er við KR á heimavelli. Reynum að taka einn æfingaleik í millitíðinni. En ljóst er að menn þurfa að mæta eins og menn næstu vikurnar og leggja vel á sig.

Hafið það gott á morgun, sunnudag. Allir svo klárir á mánudaginn.
Ingvi og Teddi.

- - - - -

0 Comments:

Post a Comment

<< Home