Helgarfrí!
Jójójó.
Takk fyrir snilldar hitting áðan - Virkilega fín mæting þrátt fyrir frekar óspennó veður. Menn tóku vel á því, engin slæm meiðsli held ég og almennt fjör. Eftir smá útreikninga þá komst ég að niðurstöðu að gamlir hefðu unnið samanlagt - og að Teddi hafi verið maður leiksins!

Sigurliðið.
Vona að það hafi ekki verið neitt vesen með kókið og prinsið, látið mig vita ef þið fenguð ekki tilbaka! Tökum klárlega aftur svona bolta, verðum þá kannski með aðeins færri í liði og endum þá á góðu grilli :-)
Það er skollið á helgarfrí - mælum með að menn hafi það virkilega gott - taki blöndu af lærdóm, fótboltaglápi, chilli, gæðatíma með fammelíunni og smá hreyfingu :-)
Þið vitið af leik ársins á morgun, laugardeg:

Sjáumst svo eldhressir á mánudaginn.
The Crew
p.s. eldra árið má svo fara að setja sig í stellingar fyrir æfingaferðina um næstu helgi!
p.s. æfingaleikur hjá yngra árinu í næstu viku og svo förum við að plana ferðina ykkar!
- - - - -
4 Comments:
Takk fyrir skemmtilegan foreldrabolta. Þetta er ekki flókið í framkvæmd. Bara kíla á´ða :-)
þetta var skemmtilegt , takk fyrir okkurX! kv. Breki og Einar
Strákar þetta var aldrei spurning hverjir myndu vinna þetta og einnig var aldrei spurning hver væri maður leiksins.......
Nú er bara að þurrka tárin og girða í brók og gera betur næst...
Áfram Liverpool
Vantar svo elsta manninn á myndina(Tedda)?
Post a Comment
<< Home