Tuesday, March 31, 2009

Yfirþjálfari ráðinn!

Hey.
Átti alltaf eftir að henda þessu inn:

Heiðar Birnir Torleifsson (sem nýlega var ráðinn þjálfari 3. flokks karla og 4. flokks kvenna hjá félaginu) hefur verið ráðinn í hlutastarf sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins.

Heiðar Birnir hefur mikla reynslu í þjálfun yngri flokka og hefur hann m.a. lokið UEFA A prófi frá KSÍ. Að auki hefur hann sótt fjölmörg námskeið tengdri þjálfun hér heima og erlendis.

Heiðar Birnir kemur til með að hefja störf fimmtudaginn 19. mars og verður hann með viðveru í Þróttarheimilinu frá 09:00-12:00 alla virka daga.

Knattspyrnudeild Þróttar væntir mikils af störfum Heiðars og býður hann jafnframt velkominn til starfa sem yfirþjálfari félagsins.

- - -

Bara snilld. Nokkrir leikmenn á eldra árið hafa farið á æfingar hjá honum í 3.flokki karla - og fleiri fá örugglega "sjensinn" þar á næstu vikum.

.is

0 Comments:

Post a Comment

<< Home