Æfingaferðin - yngra ár!
Heyja.
Æfingaferð yngra ársins til Selfossar um síðustu helgina heppnaðist mjög vel, þrátt fyrir snögga breytingu á áfangastað og mjög mikla snjókomu! 16 leikmenn fóru í ferðina (6 forfallaðir) og 2 fáránlega sprækir þjálfarar.
Dagskráin var frekar pökkuð eins og fyrri daginn, en við urðum að fresta leiknum við Selfoss sökum þess að völlurinn var á kafi í snjó. En við tókum 3 æfingar, 2 sundferðir, mikið gúff, ræmugláp (í litlum skjá :-( ofl. Gistiaðstæður voru mjög nettar, við "testuðum" gervigrasið þeirra, sparkvöllinn og innanhúshöllina, sem var afar nett. Pedsan var brill á laug - og kallinn fékk aftur ekkert hrós fyrir bakarísgúffið á sun :-(
- Andrés skoraði flottasta markið.
- ??? átti flesta klobbana.
- Benni tók hlutverkaleikinn.
- Logi vann teygjuleikinn.
- Langó tók David leiknum.
- Breki vann vító.
- ??? vann körfuhittnina.
- ??? vann körfuhittnina.
- ??? skallaði oftast á lofti.
- Höddi keypti mest af nammi í sjoppunni.
- Held að Elli hafi verið fyrstur að sofna.
- Bestir að taka til:
- Besta dýnan: Sigurjón, Siggi og Höddi.
- Vafasamasta dýnan: Teddi og Ingvi!
- Grófastur í rúbý: Teddi.
- Flest mínusstig í ferðinni:
- Flottasta skýlan í sundi: Bjarni Pétur.
- Ekki látið Tedda fara svona illa með ykkur í koddaslag.
- Keypt aðeins minna af nammi um kvöldið!
- Ekki pakkað svona rosalega miklu með - sumir hefðu getað verið viku :-)
- Keypt aðeins minna af nammi um kvöldið!
- Ekki pakkað svona rosalega miklu með - sumir hefðu getað verið viku :-)
En massa helgi strákar - gott að vera á Selfossi. Eins og ég sagði líka fyrir viku, það hefði verið nett að taka tvær nætur, en eigum það bara inni í sumar. En við þökkum bara kærlega fyrir ferðina og vonum að menn hafi verið sáttir.
Ingvi og Teddi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home