Þrið - ath. vel!
Bledsen.
Kallinn bara snemma með færslu! Flottir áðan - hefði ekki neitað að vera með allann völlinn en slapp alveg. Ég talaði náttúrulega svo hratt þannig að menn náðu örugglega ekki öllu. Kíkið bara á það hér fyrir neðan - þriðjudagurinn er svona:
- Mátun - Allir - Stóri salurinn - milli kl.16.30 - 18.30: Knattspyrnudeild Þróttar er kominn í Errea þannig að á morgun verður unglingaráð Þróttar með mátunardag vegna nýrra félagsgalla og keppnistreyja. Hægt verður að kaupa beint af Þrótti í þessari pöntun og því einnig um söludag að ræða. Nauðsynlegt er fyrir alla iðkenndur að koma í salinn í Þrótti og máta nýja keppnistreyju frá Errea því í sumaræfingagjaldinu verður treyja innifalinn í gjaldinu.
Einnig verður hægt að kaupa á sérkjörum félagsgalla, fótboltasokka, stuttbuxur, gervigrasbuxur og fleira. Því eru foreldrar hvattir til að koma með börnunum og sjá hvernig nýju vörurnar líta út og versla beint af félaginu. Boðið uppá að greiða með Visa/Euro fyrir þá sem vilja nýta sér tilboðin.
- Fimleikar - Yngra árið - Klefi 2 - kl.19.40 - 21.00: Fyrsta fimleikaæfing yngra ársins (einnig mega þeir á eldra ári mæta sem komust ekki síðast) - mæta niður í klefa 2, fyrst verður farið út og hitað upp, og svo inn í sal, loks sturta og allt búið ca.21.00. Muna eftir öllu dóti. Þetta er frekar seint þannig að menn passa að taka "samfó" heim!
- Æfingaferð eldra ársins - Laug 21.mars - Sun 22.mars: Förum um miðjan dag á laugardaginn kemur, heim aftur um miðjan dag á sunnudaginn. Æfingaleikur, æfingar, sund, chill og fjör. Endilega látið mig vita sem fyrst hvort ég megi ekki bóka ykkur með. Dagskrá ætti svo að vera klár á æfingu á miðvikudaginn.
Býst við "böns" af sms-um frá eldra árinu í kvöld út af ferðinni :-)
Sé svo alla í mátuninni á morgun og svo yngra árið um kveldið.
Later,
Ingvi, Gamli og Siddi.
- - - - -
2 Comments:
kem ekki a fimleika aefingu er veikur:s
komst ekki á fimleika æfinguna því ég var í tónfræði:(
Post a Comment
<< Home